BREYTA

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt stjórnvöld fyrir lítið samráð við verkalýðshreyfinginuna. Í Víkurfréttum kemur fram að 360 starfmenn herliðsins hafa enn ekki fengið annað starf. RÚV, 10. ágúst 2006:
    Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, gagnrýnir að lítið samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna og starfsmenn varnarliðsins um stöðu mála vegna brottfarar Bandaríkjahers. Viktor Borgar Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjanesbæ, segir komin tíma til að blása lífi í samráðsnefnd stjórnvalda og bæjarfélaga á Suðurnesjum. Fátt fréttist efnislega af gangi viðræðna stjórnvalda við Bandaríkjamenn um viðskilnað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Ekkert er vitað hvað verður um mannvirki; hvort einhver viðbúnaður verður þar áfram o.s.frv. Um 500 Íslendingar eru að störfum fyrir varnarliðið. Helga Jóhanna Oddsdóttir, forstöðumaður ráðgjafastofu starfsmanna á varnarsvæði, segir að um 360 þeirra hafi ekki enn fundið sér vinnu. Seinasti starfsdagurinn á vellinum er 30. september; eftir rétt rúman einn og hálfan mánuð. Kristján Gunnarsson og Viktor Borgar Kjartansson hafa áhyggjur af þessu og hvetja fólk til að bretta upp ermar og finna sér vinnu. Kristján gagnrýnir líka að fólk fái ekkert að vita um gang mála í viðræðum við Bandaríkjamenn.
Víkurfréttir, 10. ágúst 2006:
    Um 360 íslenskir starfsmenn Varnarliðsins eru ekki enn búnir að finna annað starf en uppsagnarfrestur þeirra flestra er til 30. september, þegar öll starfsemi VL leggst af. Af þessum fjölda búa um 240 á Suðurnesjum og 120 á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSFK, er öll starfsemi á Vellinum í lágmarki og því lítið um verkefni fyrir þá starfsmenn sem enn eru þar við störf. Fólk sé bara að bíða þess sem verða vill í haust og klára sinn uppsagnarfrest. Þeir starfsmenn sem starfað hafa við flugvallarreksturinn halda sínum störfum undir merkjum Flugmálastjórnar sem tekur við rekstrinum í haust. Sá starfsmannafjöldi telur vel á annað hundraðið af þeim 500 sem enn eru við störf hjá VL.

Færslur

SHA_forsida_top

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Einkahlutafélagið Friðarhús SHA var stofnað 30. mars 2004 með kaup á húsnæði fyrir starfsemi SHA …

SHA_forsida_top

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network For The Aboliton Of Foreign Military Bases - No Bases …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA var haldinn fimmtudaginn 30. nóvember. Rætt var um landsráðstefnu SHA og niðurstöðu …

SHA_forsida_top

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Eins og kynnt hefur verið hér á Friðarvefnum fóru SHA fram á lögbann við för …

SHA_forsida_top

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Í kvöld, miðvikudag, verður haldinn á Hótel Borg fundur í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA verður haldinn n.k. fimmtudag í Barnaskólanum á Brekkunni ("Rósenborg") kl. 20. Í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa slegið í gegn og að þessu sinni verður efnt til veislu á …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfsnefnd friðarhreyfinga fundar kl. 20 í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Lærum af sögunni

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla …

SHA_forsida_top

Segjum upp herstöðvasamningnum

Segjum upp herstöðvasamningnum

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um uppsögn herstöðvasamningsins: Engum sem fylgst hefur …

SHA_forsida_top

Uppgjöri fagnað

Uppgjöri fagnað

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fagnar því uppgjöri sem …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, sunnudag. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum …

SHA_forsida_top

Breytt tímasetning málsverðar

Breytt tímasetning málsverðar

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa verið síðasta eða næstsíðasta föstudag í mánuði, en vakin er athygli á …