BREYTA

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt stjórnvöld fyrir lítið samráð við verkalýðshreyfinginuna. Í Víkurfréttum kemur fram að 360 starfmenn herliðsins hafa enn ekki fengið annað starf. RÚV, 10. ágúst 2006:
    Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, gagnrýnir að lítið samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna og starfsmenn varnarliðsins um stöðu mála vegna brottfarar Bandaríkjahers. Viktor Borgar Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjanesbæ, segir komin tíma til að blása lífi í samráðsnefnd stjórnvalda og bæjarfélaga á Suðurnesjum. Fátt fréttist efnislega af gangi viðræðna stjórnvalda við Bandaríkjamenn um viðskilnað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Ekkert er vitað hvað verður um mannvirki; hvort einhver viðbúnaður verður þar áfram o.s.frv. Um 500 Íslendingar eru að störfum fyrir varnarliðið. Helga Jóhanna Oddsdóttir, forstöðumaður ráðgjafastofu starfsmanna á varnarsvæði, segir að um 360 þeirra hafi ekki enn fundið sér vinnu. Seinasti starfsdagurinn á vellinum er 30. september; eftir rétt rúman einn og hálfan mánuð. Kristján Gunnarsson og Viktor Borgar Kjartansson hafa áhyggjur af þessu og hvetja fólk til að bretta upp ermar og finna sér vinnu. Kristján gagnrýnir líka að fólk fái ekkert að vita um gang mála í viðræðum við Bandaríkjamenn.
Víkurfréttir, 10. ágúst 2006:
    Um 360 íslenskir starfsmenn Varnarliðsins eru ekki enn búnir að finna annað starf en uppsagnarfrestur þeirra flestra er til 30. september, þegar öll starfsemi VL leggst af. Af þessum fjölda búa um 240 á Suðurnesjum og 120 á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSFK, er öll starfsemi á Vellinum í lágmarki og því lítið um verkefni fyrir þá starfsmenn sem enn eru þar við störf. Fólk sé bara að bíða þess sem verða vill í haust og klára sinn uppsagnarfrest. Þeir starfsmenn sem starfað hafa við flugvallarreksturinn halda sínum störfum undir merkjum Flugmálastjórnar sem tekur við rekstrinum í haust. Sá starfsmannafjöldi telur vel á annað hundraðið af þeim 500 sem enn eru við störf hjá VL.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …