BREYTA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum 1978, 1981, 1995, 1998, 2001, 2002, 2005, 2006, 2010 og 2013. 1. § Samtökin heita Samtök hernaðarandstæðinga. Merki samtakanna er Ísland úr nató herinn burt á bylgjumynduðu Íslandskorti í fánalitum, sem er frá 1976, höfundur Edda Sigurðardóttir. 2. § Markmið Samtaka hernaðarandstæðinga eru þessi: a) að Ísland segi upp aðildinni að Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga. b) að Ísland segi formlega upp herstöðvasamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku. c) að aldrei verði leyfðar herstöðvar né heræfingar á Íslandi né í íslenskri landhelgi. d) að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir notkun, umferð og geymslu kjarnorkuvopna. e) að sett verði í stjórnarskrá að Ísland fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum né styðji slíkar aðgerðir annarra þjóða í orði né verki. f) að Samtökin berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðar og afvopnunarstarfi. 3. § Allir þeir, sem aðhyllast þessi markmið samtakanna og greiða árgjald til þeirra geta orðið félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga, enda vinni þeir á engan hátt gegn málstað samtakanna. Félagsaðild er einstaklingsbundin. 4. § Samtökin afla sér fjár með árgjöldum, frjálsum framlögum, útgáfustarfsemi og  sérstökum fjáröflunaraðgerðum. 5. § Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Hann samþykkir stefnuskrá, svo og starfsáætlun til eins árs. Landsfundur kýs miðnefnd, sem starfar í umboði hans og fer með ákvörðunarvald samtakanna milli landsfunda. Allir skuldlausir félagar samtakanna eru kjörgengir og atkvæðisbærir á landsfundi. Landsfund skal halda fyrir fimmtánda mars ár hvert. Miðnefnd skal boða til hans með minnst 10 daga fyrirvara fyrirvara. Ásamt rafrænni boðun skal boða hann skriflega með bréfi eða auglýsingu í Dagfara til þeirra er atkvæðisrétt eiga. Dagskrá Landsfundar skal vera þessi:: a)    Skýrsla Miðnefndar. b)    Ársreikningar félagsins. c)    Starfsáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar. d)    Kosningar: formaður skal kosinn sérstaklega síðan 6 aðalmenn í Miðnefnd og 2 til vara. Ennfremur 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara. Kosið er til eins árs eða til næsta landsfundar. e)    Ákvörðun um árgjald félagsmanna. f)    Lagðar fram ályktanir frá Miðnefnd til umræðu og afgreiðslu g)    Lagabreytingar. h) Önnur mál 6. § Miðnefnd kýs ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Gjaldkeri miðnefndar annast reikningshald á hennar vegum og skilar reikningum til landsfundar. Reikningsár Samtakanna er almanaksárið. Allar helstu ákvarðanir miðnefndar verði kynntar í Dagfara og á vefsíðu Samtakanna og sendar út rafrænt á póstlista. 7. § Formaður boðar Miðnefndarfundi. Í forföllum formanns stýrir gjaldkeri fundi. Fundur miðnefndar er ákvörðunarfær ef 4 atkvæðisbærir menn hið minnsta sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 7 úrslitum mála þ.e. minnst 4 atkvæði. Fundargerðarbók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á Miðnefndarfundum. Hætti formaður eða forfallist til lengri tíma skal Miðnefnd ákveða hvernig við skal bregðast. A velja  formann úr eigin hópi, b velja  formann úr hópi kjörgengra félagsmanna, c starfa án formanns til næsta Landsfundi. Sama á við ef enginn býður sig fram til formanns á Landsfundar. 8. § Heimilt er hernaðarandstæðingum að mynda starfshópa og landshlutadeildir innan samtakanna sem vinni að verkefnum í samræmi við starfsáætlun landsfundar en hafi um það samstarf við miðnefnd. 9. § Samtök hernaðarandstæðinga gefa út málgagnið Dagfara, halda úti vefsíðunni Friður.is, reka netpóstlista. Bóka og skjalasafn samtakanna skal vera aðgengilegt almenningi. Miðnefnd hefur umsjón með allri útgáfu á vegum Samtakanna. 10. § Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á landsfundi og gildir þá einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist miðnefnd fyrir árslok. Þær skulu fylgja fundarboði landsfundar. Breytingartillögur sem síðar koma fram má þó bera undir atkvæði með samþykki 3/4 hluta fulltrúa á landsfundi.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé …

SHA_forsida_top

Enginn málsverður í maí

Enginn málsverður í maí

Rétt er að taka fram að það verður ekki fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 30. maí. …

SHA_forsida_top

Vestræn hernaðarstefna og við

Vestræn hernaðarstefna og við

Þórarinn Hjartarson, liðsmaður SHA um árabil og forystumaður Norðurlandsdeildar, flutti eftirfarandi erindi á félagsfundi MFÍK …

SHA_forsida_top

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Opinn félagsfundur MFÍK verður föstudaginn 17. maí kl. 19 í Friðarhúsi Þórarinn Hjartarson flytur erindið: …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2013

1. maí kaffi SHA 2013

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar. Matseðill: * Kreólahrísgrjón …

SHA_forsida_top

Pricing Tables

Pricing Tables

This is included You even get this Yes, this too! …

SHA_forsida_top

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir …

SHA_forsida_top

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins …

SHA_forsida_top

Blog

Blog

SHA_forsida_top

Contact Alternative

Contact Alternative

[nectar_gmap size="500" map_center_lat="52.365629" map_center_lng="4.871331" zoom="16" enable_zoom="1" map_markers="52.366441|4.868499|Our awesome location 52.363506|4.864336|Don't judge us for owning so …

SHA_forsida_top

Sidebar

Sidebar

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Quisque malesuada felis eget sapien viverra fringilla. …

SHA_forsida_top

Elements

Elements

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce velit tortor, dictum in gravida nec, …

SHA_forsida_top

About

About

SHA_forsida_top

About Me Creative

About Me Creative

A little bit about me Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Integer …