BREYTA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum 1978, 1981, 1995, 1998, 2001, 2002, 2005, 2006, 2010 og 2013. 1. § Samtökin heita Samtök hernaðarandstæðinga. Merki samtakanna er Ísland úr nató herinn burt á bylgjumynduðu Íslandskorti í fánalitum, sem er frá 1976, höfundur Edda Sigurðardóttir. 2. § Markmið Samtaka hernaðarandstæðinga eru þessi: a) að Ísland segi upp aðildinni að Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga. b) að Ísland segi formlega upp herstöðvasamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku. c) að aldrei verði leyfðar herstöðvar né heræfingar á Íslandi né í íslenskri landhelgi. d) að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir notkun, umferð og geymslu kjarnorkuvopna. e) að sett verði í stjórnarskrá að Ísland fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum né styðji slíkar aðgerðir annarra þjóða í orði né verki. f) að Samtökin berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðar og afvopnunarstarfi. 3. § Allir þeir, sem aðhyllast þessi markmið samtakanna og greiða árgjald til þeirra geta orðið félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga, enda vinni þeir á engan hátt gegn málstað samtakanna. Félagsaðild er einstaklingsbundin. 4. § Samtökin afla sér fjár með árgjöldum, frjálsum framlögum, útgáfustarfsemi og  sérstökum fjáröflunaraðgerðum. 5. § Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fer með æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Hann samþykkir stefnuskrá, svo og starfsáætlun til eins árs. Landsfundur kýs miðnefnd, sem starfar í umboði hans og fer með ákvörðunarvald samtakanna milli landsfunda. Allir skuldlausir félagar samtakanna eru kjörgengir og atkvæðisbærir á landsfundi. Landsfund skal halda fyrir fimmtánda mars ár hvert. Miðnefnd skal boða til hans með minnst 10 daga fyrirvara fyrirvara. Ásamt rafrænni boðun skal boða hann skriflega með bréfi eða auglýsingu í Dagfara til þeirra er atkvæðisrétt eiga. Dagskrá Landsfundar skal vera þessi:: a)    Skýrsla Miðnefndar. b)    Ársreikningar félagsins. c)    Starfsáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar. d)    Kosningar: formaður skal kosinn sérstaklega síðan 6 aðalmenn í Miðnefnd og 2 til vara. Ennfremur 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara. Kosið er til eins árs eða til næsta landsfundar. e)    Ákvörðun um árgjald félagsmanna. f)    Lagðar fram ályktanir frá Miðnefnd til umræðu og afgreiðslu g)    Lagabreytingar. h) Önnur mál 6. § Miðnefnd kýs ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Gjaldkeri miðnefndar annast reikningshald á hennar vegum og skilar reikningum til landsfundar. Reikningsár Samtakanna er almanaksárið. Allar helstu ákvarðanir miðnefndar verði kynntar í Dagfara og á vefsíðu Samtakanna og sendar út rafrænt á póstlista. 7. § Formaður boðar Miðnefndarfundi. Í forföllum formanns stýrir gjaldkeri fundi. Fundur miðnefndar er ákvörðunarfær ef 4 atkvæðisbærir menn hið minnsta sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 7 úrslitum mála þ.e. minnst 4 atkvæði. Fundargerðarbók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á Miðnefndarfundum. Hætti formaður eða forfallist til lengri tíma skal Miðnefnd ákveða hvernig við skal bregðast. A velja  formann úr eigin hópi, b velja  formann úr hópi kjörgengra félagsmanna, c starfa án formanns til næsta Landsfundi. Sama á við ef enginn býður sig fram til formanns á Landsfundar. 8. § Heimilt er hernaðarandstæðingum að mynda starfshópa og landshlutadeildir innan samtakanna sem vinni að verkefnum í samræmi við starfsáætlun landsfundar en hafi um það samstarf við miðnefnd. 9. § Samtök hernaðarandstæðinga gefa út málgagnið Dagfara, halda úti vefsíðunni Friður.is, reka netpóstlista. Bóka og skjalasafn samtakanna skal vera aðgengilegt almenningi. Miðnefnd hefur umsjón með allri útgáfu á vegum Samtakanna. 10. § Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á landsfundi og gildir þá einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist miðnefnd fyrir árslok. Þær skulu fylgja fundarboði landsfundar. Breytingartillögur sem síðar koma fram má þó bera undir atkvæði með samþykki 3/4 hluta fulltrúa á landsfundi.

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …