BREYTA

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður opið málþing á vegum Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Málþing í þágu friðar í Hörpunni. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða. Í tilefni tímamótanna hefur Reykjavíkurborg efnt til ýmissa viðburða þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á hlutverk friðarhreyfinga, friðarrannsókna og afvopnunarmála í samtímanum og í sögulegu samhengi og er málþingið liður í þeirri dagskrá. Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Rebecca Johnson. Dr Johnson er virtur fræðimaður og eftirsóttur alþjóðlegur ráðgjafi á sviði vopnaeftirlits, afvopnunar og friðarrannsókna. Hún veitir ráðgjafa- og rannsóknarstofnununni Acronym Institute for Disarmament Diplomacy forstöðu og vinnur einnig í sjálfboðastarfi fyrir frjáls félagasamtök sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna og réttindum kvenna. Aðrir frummælendur eru m.a. Jón Gnarr borgarstjóri og Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Í lok málþingsins verða pallborðsumræður sem Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi stýrir. Þátttakendur í pallborði eru: Stefán Pálsson sagnfræðingur, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og stjórnmálaskýrandi Alyson Bailes, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst Khaled Mansour, sérfræðingur hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og nemandi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ. Málþingið fer fram í sal í Hörpunni sem nefnist Rími og hefst klukkan 13.00 Aðgangur er ókeypis.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …