BREYTA

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður opið málþing á vegum Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Málþing í þágu friðar í Hörpunni. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða. Í tilefni tímamótanna hefur Reykjavíkurborg efnt til ýmissa viðburða þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á hlutverk friðarhreyfinga, friðarrannsókna og afvopnunarmála í samtímanum og í sögulegu samhengi og er málþingið liður í þeirri dagskrá. Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Rebecca Johnson. Dr Johnson er virtur fræðimaður og eftirsóttur alþjóðlegur ráðgjafi á sviði vopnaeftirlits, afvopnunar og friðarrannsókna. Hún veitir ráðgjafa- og rannsóknarstofnununni Acronym Institute for Disarmament Diplomacy forstöðu og vinnur einnig í sjálfboðastarfi fyrir frjáls félagasamtök sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna og réttindum kvenna. Aðrir frummælendur eru m.a. Jón Gnarr borgarstjóri og Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Í lok málþingsins verða pallborðsumræður sem Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi stýrir. Þátttakendur í pallborði eru: Stefán Pálsson sagnfræðingur, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og stjórnmálaskýrandi Alyson Bailes, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst Khaled Mansour, sérfræðingur hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og nemandi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ. Málþingið fer fram í sal í Hörpunni sem nefnist Rími og hefst klukkan 13.00 Aðgangur er ókeypis.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …