Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.




Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn …

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar …

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin …

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir …

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir …

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi. Kokkur kvöldsins verður Geir …

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með …

Fyrst: um Bosníu og Kosovo Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á …

Spegillinn á Þrettándanum Þrettándadag jóla, 6. janúar, hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um …

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið …

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar …

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20. Þórhildur …