Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …




Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …