Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Friðarhús er í útláni.

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …


Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.