Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudag, 25. janúar. Nanna Rögnvaldardóttir stýrir eldamennskunni og …

Nýir og ungir félagar í SHA hittast og bera saman bækur sínar í Friðarhúsi.

Fulltrúar SHA heimsækja Menntaskólann í Hamrahlíð.

Matseðillinn í Friðarhúsi n.k. föstudagskvöld verður með áustur-evrópsku sniði: * Ungversk gúllassúpa með paprikusnúðum og …

Nanna Rögnvaldardóttir sér um matseldina að þessu sinni.

Almenn samstaða virtist vera á Alþingi í gær, 17. janúar, um þingsályktunartillögu um fordæmingu á …

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær …

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

Á liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa …

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.