Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Kl. 13: Háskólabíó. Almennur borgarafundur Kl. 15: Ingólfstorg. Útifundur Írak: Stöðvum stríðið strax! Íran: …

Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45 FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR Þjóðarhreyfingin – með …

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja …

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sagnfræðingurinn Dagur Þorleifsson fjallar um sögulegan bakgrunn borgarastyrjaldarinnar í Írak.

Mánudagskvöldið 13. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda …

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá …

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn …

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sýnd verður heimildarmyndin Private Warriors úr Frontline-myndaröð PBS.

Stefna, félag vinstri manna, heldur umræðufund um efnið Álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi …

Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum …

Hópur nema úr framhaldsskólum og Háskólanum funda til að undirbúa mótmælin 18. mars.

Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr …

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur …

Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um …