Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

Stjórn Friðarhúss fundar.