BREYTA

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. september. Það eru tvær stærstu friðarsamfylkingarnar í Bandaríkjunum, United for Peace and Justice og The A.N.S.W.E.R. Coalition sem standa að þessum undirbúningi. Einnig er Stop the War Coalition í Bretlandi að undirbúa aðgerðir í Lundúnum sömu helgi. Í Washington er gert ráð fyrir þriggja daga dagskrá. Hún hefst með mótmælagöngu snemma á laugardag sem báðar friðarfylkingarnar sameinast um en síðan fylgja tónleikar undir nafninu Operation Ceasefire. Á sunnudeginum verður í samvinnu við UFPJ samkoma á vegum Clergy and Laity Concerned about Iraq (CALC-I). CALC-I tengist Clergy and Laity Network (CLN) sem eru samtök presta og leikmanna af ýmsum trúarbrögðum, einkum ótal trúarflokkum kristinna manna, gyðinga og múslíma. Á mánudeginum stendur UFPJ einnig fyrir aðgerðum. Annarsvegar verður reynt að ná sambandi við þingmenn og hefur það verið skipulagt þannig að fólk frá öllum landshlutum nái sambandi við sína þingmenn. Hinsvegar verða skipulagðar friðsamlegar beinar aðgerðir í anda borgarlegrar óhlýðni við Hvíta húsið. Þá er A.N.S.W.E.R einnig að undirbúa aðgerðir í San Francisco, Los Angeles og Seattle. Meðal ræðumanna í Washington verður Cindy Sheehan, móðir fallins hermanns sem hefur orðið fræg fyrir baráttu sína og mótmælastöðu fyrir framan sveitasetur Bush í Texas. Hún og fleiri mæður hermanna í Írak hafa nú hafið mikla baráttu fyrir því að herliðið verði kallað heim og hafa þær fengið mikinn stuðning. Síðastliðinn miðvikudag komu 100 þúsund manns saman á 1600 stöðum víðsvegar um Bandaríkin til að sýna þeim stuðning sinn. Sjá nánar: þessa, þessa og þessa síðu. Þessa sömu helgi verður einnig árlegur fundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. UFPJ hefur lýst því yfir að aðgerðirnar beinist einnig gegn þessum fundi enda verði ekki litið fram hjá sambandinu milli hernaðarstefnunnar og þeirrar efnahagsstefnu sem þessar stofnanir eru fulltrúar fyrir: „Bandaríkin eru að nota Írak sem tilraunasvæði fyrir hina skaðlegu efnahagstefnu sína sem miðar að því að fjölþjóðafyrirtækin geti hrifsað til sín auðlindir og ódýrt vinnuafl fátæku landanna.“ Og yfirskrift dreifibréfs varðandi þetta er : „Drop the depts, not the bombs!“ Í maí 2004 samþykkti United for Peace and Justice eftirfarandi afstöðu varðandi hernám Íraks (í lauslegri þýðingu): 1. Bandarísku hersveitirnar verði fluttar heim strax. 2. Fullveldi Íraks verði endurreist tafarlaust. 3. Íraska þjóðin ákveði framtíð landsins, þ.á.m. öryggi þess. Írakar ákveði sjálfir tilhögun efnahagskerfisins og stjórni enduruppbyggingu landsins. Innrás stórfyrirtækjanna (the corporate invasion) verði hætt og einkavæðingarlögin sem sett voru undir hernáminu numin úr gildi. 4. Bandaríkin kosti enduruppbyggingu landsins í samræmi við alþjóðleg lög. 5. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir ættu að hafna samvinnu við bandaríska hernámsliðið en þegar Bandaríkin láta af hernáminu ættu þær að koma Írökum til aðstoðar við að byggja upp stjórnkerfi sitt og fullveldi ef þeir óska þess sjálfir. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …