BREYTA

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. september. Það eru tvær stærstu friðarsamfylkingarnar í Bandaríkjunum, United for Peace and Justice og The A.N.S.W.E.R. Coalition sem standa að þessum undirbúningi. Einnig er Stop the War Coalition í Bretlandi að undirbúa aðgerðir í Lundúnum sömu helgi. Í Washington er gert ráð fyrir þriggja daga dagskrá. Hún hefst með mótmælagöngu snemma á laugardag sem báðar friðarfylkingarnar sameinast um en síðan fylgja tónleikar undir nafninu Operation Ceasefire. Á sunnudeginum verður í samvinnu við UFPJ samkoma á vegum Clergy and Laity Concerned about Iraq (CALC-I). CALC-I tengist Clergy and Laity Network (CLN) sem eru samtök presta og leikmanna af ýmsum trúarbrögðum, einkum ótal trúarflokkum kristinna manna, gyðinga og múslíma. Á mánudeginum stendur UFPJ einnig fyrir aðgerðum. Annarsvegar verður reynt að ná sambandi við þingmenn og hefur það verið skipulagt þannig að fólk frá öllum landshlutum nái sambandi við sína þingmenn. Hinsvegar verða skipulagðar friðsamlegar beinar aðgerðir í anda borgarlegrar óhlýðni við Hvíta húsið. Þá er A.N.S.W.E.R einnig að undirbúa aðgerðir í San Francisco, Los Angeles og Seattle. Meðal ræðumanna í Washington verður Cindy Sheehan, móðir fallins hermanns sem hefur orðið fræg fyrir baráttu sína og mótmælastöðu fyrir framan sveitasetur Bush í Texas. Hún og fleiri mæður hermanna í Írak hafa nú hafið mikla baráttu fyrir því að herliðið verði kallað heim og hafa þær fengið mikinn stuðning. Síðastliðinn miðvikudag komu 100 þúsund manns saman á 1600 stöðum víðsvegar um Bandaríkin til að sýna þeim stuðning sinn. Sjá nánar: þessa, þessa og þessa síðu. Þessa sömu helgi verður einnig árlegur fundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. UFPJ hefur lýst því yfir að aðgerðirnar beinist einnig gegn þessum fundi enda verði ekki litið fram hjá sambandinu milli hernaðarstefnunnar og þeirrar efnahagsstefnu sem þessar stofnanir eru fulltrúar fyrir: „Bandaríkin eru að nota Írak sem tilraunasvæði fyrir hina skaðlegu efnahagstefnu sína sem miðar að því að fjölþjóðafyrirtækin geti hrifsað til sín auðlindir og ódýrt vinnuafl fátæku landanna.“ Og yfirskrift dreifibréfs varðandi þetta er : „Drop the depts, not the bombs!“ Í maí 2004 samþykkti United for Peace and Justice eftirfarandi afstöðu varðandi hernám Íraks (í lauslegri þýðingu): 1. Bandarísku hersveitirnar verði fluttar heim strax. 2. Fullveldi Íraks verði endurreist tafarlaust. 3. Íraska þjóðin ákveði framtíð landsins, þ.á.m. öryggi þess. Írakar ákveði sjálfir tilhögun efnahagskerfisins og stjórni enduruppbyggingu landsins. Innrás stórfyrirtækjanna (the corporate invasion) verði hætt og einkavæðingarlögin sem sett voru undir hernáminu numin úr gildi. 4. Bandaríkin kosti enduruppbyggingu landsins í samræmi við alþjóðleg lög. 5. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir ættu að hafna samvinnu við bandaríska hernámsliðið en þegar Bandaríkin láta af hernáminu ættu þær að koma Írökum til aðstoðar við að byggja upp stjórnkerfi sitt og fullveldi ef þeir óska þess sjálfir. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.