BREYTA

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

natoterror Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hvort þær heimildir, sem fyrri ríkisstjórn veitti til að bandarísk stjórnvöld mættu nýta íslenska lögsögu, lofthelgi og flugvelli til flutninga vegna innrásarstríðsins í Írak, hefðu verið teknar aftur eða til stæði að afturkalla þær. Svar utanríkisráðherra var svohljóðandi: „Eftir því sem mér er best kunnugt voru þessar heimildir veittar þegar Íslendingar studdu innrásina í Írak og voru þá í gildi um ákveðinn tíma en slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur. Það eru auðvitað breyttar aðstæður líka í Keflavík eftir að herinn hvarf af landi brott og nú mun það vera til sérstakrar skoðunar hvernig slíkum heimildum verði háttað í framtíðinni.“ (Tilvitnun eftir bráðabirgðaútgáfu á vef Alþingis). „Slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur,“ segir utanríkisráðherra. Þessi yfirlýsing er þýðingarmikil þótt ekki komi fram fram hvenær þær voru felldar úr gildi. Í framhaldi af þessari yfirlýsingu utanríkisráðherra og yfirlýsingu ráðherrans frá 31. maí um að ríkisstjórn Íslands styðji ekki lengur stríðsreksturinn í Írak væri fróðlegt að fá svör við því hvað sé átt við með því að ríkisstjórnin vilji „leggja lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi,“ eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Eins og kunnugt er hefur NATO verið með starfsemi í Írak, þótt ekki sé um formlega „friðargæslu að ræða“ eins og í Afganistan. Íslendingar hafa tekið þátt í þessari starfsemi, m.a með því að leggja til starfsmenn. Augljóslega er starfsemi NATO ekki óháð hagsmunum Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin eru ótvírætt forysturíki í NATO. Því hlýtur það að vera rökrétt framhald af þeirri ákvörðun að hætta að styðja stríðsreksturinn í Írak, að Ísland hætti þátttöku í starfsemi NATO í Írak og beini kröftum sínum að öðrum vettvangi, vettvangi sem er óháður Bandaríkjunum. Einar Ólafsson Um starfsemi NATO í Írak, sjá: „NATO’s assistance to Iraq“ á vef NATO. „Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann“ á Friðarvefnum 21. mars 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …