BREYTA

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

natoterror Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hvort þær heimildir, sem fyrri ríkisstjórn veitti til að bandarísk stjórnvöld mættu nýta íslenska lögsögu, lofthelgi og flugvelli til flutninga vegna innrásarstríðsins í Írak, hefðu verið teknar aftur eða til stæði að afturkalla þær. Svar utanríkisráðherra var svohljóðandi: „Eftir því sem mér er best kunnugt voru þessar heimildir veittar þegar Íslendingar studdu innrásina í Írak og voru þá í gildi um ákveðinn tíma en slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur. Það eru auðvitað breyttar aðstæður líka í Keflavík eftir að herinn hvarf af landi brott og nú mun það vera til sérstakrar skoðunar hvernig slíkum heimildum verði háttað í framtíðinni.“ (Tilvitnun eftir bráðabirgðaútgáfu á vef Alþingis). „Slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur,“ segir utanríkisráðherra. Þessi yfirlýsing er þýðingarmikil þótt ekki komi fram fram hvenær þær voru felldar úr gildi. Í framhaldi af þessari yfirlýsingu utanríkisráðherra og yfirlýsingu ráðherrans frá 31. maí um að ríkisstjórn Íslands styðji ekki lengur stríðsreksturinn í Írak væri fróðlegt að fá svör við því hvað sé átt við með því að ríkisstjórnin vilji „leggja lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi,“ eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Eins og kunnugt er hefur NATO verið með starfsemi í Írak, þótt ekki sé um formlega „friðargæslu að ræða“ eins og í Afganistan. Íslendingar hafa tekið þátt í þessari starfsemi, m.a með því að leggja til starfsmenn. Augljóslega er starfsemi NATO ekki óháð hagsmunum Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin eru ótvírætt forysturíki í NATO. Því hlýtur það að vera rökrétt framhald af þeirri ákvörðun að hætta að styðja stríðsreksturinn í Írak, að Ísland hætti þátttöku í starfsemi NATO í Írak og beini kröftum sínum að öðrum vettvangi, vettvangi sem er óháður Bandaríkjunum. Einar Ólafsson Um starfsemi NATO í Írak, sjá: „NATO’s assistance to Iraq“ á vef NATO. „Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann“ á Friðarvefnum 21. mars 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …