BREYTA

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

neinzurnato Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. til 5. apríl verður leiðtogafundur NATO-ríkjanna haldinn í Strasbourg í Frakklandi og nágrannabænum Kehl í Þýskalandi. Um alla Evrópu hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi mótmælaaðgerða af þessu tilefni og hafa verið skipulagðar ferðir til Strasbourg víðsvegar að úr Evrópu. Dagskráin er þessi:
  • 1.-5. apríl. Mótmælabúðir í Strasbourg og ýmsar uppákomur alla þá daga.
  • 3. apríl. Mótmælaaðgerðir í Baden-Baden, skammt sunnan við Kehl, en þar verður utanríkisráðherrafundur og hátíðarkvöldverður.
  • 3. og 5. apríl. Alþjóðleg ráðstefna í Strasbourg.
  • 4. apríl. Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir í miðborg Strasbourg undir kjörorðunum „Gegn stríði, gegn NATO!“
  • 4. apríl. Aðgerðir í anda borgaralegrar óhlýðni í Strasbourg í umsjá ýmissa samtaka.
Sjá nánar tilkynningu frá NO to NATO Nokkrir félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga munu væntanlega fara til Strasbourg og taka þátt í þessum aðgerðum. Frést hefur að frönsk stjórnvöld ætli sér að banna þessar mótmælaaðgerðir. Sett hefur verið upp undirskriftasöfnun gegn banninu á netinu og er hægt að nálgast hana hér. Friðarvefurinn hvetur alla lesendur sína til að skrifa undir og vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa auglýst mótmælastöðu gegn NATO á Austurvelli kl. 12 á hádegi 30. mars, en þann dag samþykkti Alþingi aðild Íslands að NATO. Samtök hernaðarandstæðinga eru einnig að undirbúa aðgerðir hér á landi og verða þær kynntar nánar á næstunni. Nánari upplýsingar: NEIN zu NATO – NO to NATO – NON à L’OTAN Stop the War Coalition, Bretlandi War Resisters' International NATO – 60 Jahre sind 60 zu viel Netzwerk Friedenskooperative Block NATO

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …