BREYTA

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

neinzurnato Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. til 5. apríl verður leiðtogafundur NATO-ríkjanna haldinn í Strasbourg í Frakklandi og nágrannabænum Kehl í Þýskalandi. Um alla Evrópu hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi mótmælaaðgerða af þessu tilefni og hafa verið skipulagðar ferðir til Strasbourg víðsvegar að úr Evrópu. Dagskráin er þessi:
  • 1.-5. apríl. Mótmælabúðir í Strasbourg og ýmsar uppákomur alla þá daga.
  • 3. apríl. Mótmælaaðgerðir í Baden-Baden, skammt sunnan við Kehl, en þar verður utanríkisráðherrafundur og hátíðarkvöldverður.
  • 3. og 5. apríl. Alþjóðleg ráðstefna í Strasbourg.
  • 4. apríl. Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir í miðborg Strasbourg undir kjörorðunum „Gegn stríði, gegn NATO!“
  • 4. apríl. Aðgerðir í anda borgaralegrar óhlýðni í Strasbourg í umsjá ýmissa samtaka.
Sjá nánar tilkynningu frá NO to NATO Nokkrir félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga munu væntanlega fara til Strasbourg og taka þátt í þessum aðgerðum. Frést hefur að frönsk stjórnvöld ætli sér að banna þessar mótmælaaðgerðir. Sett hefur verið upp undirskriftasöfnun gegn banninu á netinu og er hægt að nálgast hana hér. Friðarvefurinn hvetur alla lesendur sína til að skrifa undir og vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa auglýst mótmælastöðu gegn NATO á Austurvelli kl. 12 á hádegi 30. mars, en þann dag samþykkti Alþingi aðild Íslands að NATO. Samtök hernaðarandstæðinga eru einnig að undirbúa aðgerðir hér á landi og verða þær kynntar nánar á næstunni. Nánari upplýsingar: NEIN zu NATO – NO to NATO – NON à L’OTAN Stop the War Coalition, Bretlandi War Resisters' International NATO – 60 Jahre sind 60 zu viel Netzwerk Friedenskooperative Block NATO

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …