BREYTA

NATO fundar bakvið víggirðingar

antinato rumenia2008 Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa fram á föstudag. NATO er mótmælt víða þessa dagana. Bush Bandaríkjaforseti leit við í Kænugarði í Úkraínu á leið sinni til Búkarest til að hitta Viktor Júsjenkó og fleiri ráðamenn, en Bush er mjög áfram um að Úkraína fáið aðild að NATO. Þingmaður Sjálfstæðisflokkins, Ragnheiður E. Árnadóttir, sagði í umræðum á Alþingi í gær að um 80% þjóðarinnar væru samþykk aðild að NATO, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í gær er lítll stuðningur þar meðal almennings. Og þegar Bush kom til Kænugarðs á mánudagskvöldið var voru mótmælaaðgerðir sem þúsundir manna tóku þátt í. Í Rúmeníu er mikil viðbúnaður gegn hugsanlegum mótmælum. Löngu áður en fundurinn hófst var farið að stöðva hugsanlega mótmælendur við landamærin. Til dæmis var sex þýskum ríkisborgurum snúið við á landamærunum 20. eða 21. mars. „Lögregla vaktar nú hvert götuhorn í miðbæ Búkarest. Svo miklar eru reyndar öryggisráðstafanirnar að stór hluti fréttamanna hefur enn ekki fengið aðgang að Alþýðuhöllinni...,“ segir í frétt á Vísi 2. apríl. Síðustu daga hefur okkur verið að berast tölvuskeyti frá fólki sem hefur verið hömluð för bæði til Rúmeníu frá öðrum löndum og innan Rúmeníu. Í gærmorgun, miðvikudag, réðst lögreglan inn í húsnæði þar sem mótmælendur funduðu og handtók tæplega fimmtíu manns (sjá einnig fréttir á Indymedia România og Toulouse Indymedia). Rúmenskir NATO-andstæðingar höfðu ráðgert mótmælaaðgerðir en sem stendur er óvíst hvort af þeim verður enda útlit yfir að fjölmennt lögreglulið geri allt til að koma í veg fyrir þær. Nánari upplýsingar: Upplýsingar á vef NATO Upplýsingar um mótmælaaðgerðir: http://gipfelsoli.org/Home/Bukarest_2008 Mediafax.ro http://balkans.puscii.nl/ Myndir: http://photos.cmaq.net/v/bucharestnato/ nato game over 01 22. mars síðastliðinn voru miklar mótmælaaðgerðir gegn NATO í Brussel. Um 1000 manns frá 17 Evrópulöndum komu þá saman við höfuðstöðvar NATO. Aðgerðirnar voru undir nafninu NATO GAME OVER, og tilefnið var annarsvegar að 5 ár voru liðin frá innrásinni í írak og hins vegar að framundan var leiðtogafundurinn í Búkarest. Aðgerðirnar voru friðsamlegar en þrátt fyrir það var um helmingur þátttakenda, eða um 500 manns handteknir. Sjá nánar á Bombspotting. polland mars 2008 Bæði í Tékklandi og Póllandi er mikil andstaða gegn fyrirhuguðum herstöðvum sem eiga að þjóna gagnflauganeti Bandaríkjanna. Í Póllandi tóku um 700 manns þátt í mótmælaaðgerðum laugardaginn 29. mars í bænum Slupsk í Norður-Póllandi. Ennfremur voru á föstudaginn og laugardaginn samstöðuaðgerðir í nokkrum borgum allt frá Moskvu til Washington. Aðgerðirnar í Póllandi voru friðsamlegar en eigi að síður réðist lögreglan á mótmælendur og handtók allnokkra. Sjá nánar: www.peacenikhurler.blogspot.com www.cia.bzzz.net/english_news "Campaign Against Militarism": www.m29.bzzz.net www.tarcza.org

Færslur

SHA_forsida_top

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. …

SHA_forsida_top

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur SHA

Kynningarfundur SHA

Starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga er kynnt fyrir nýjum og ungum félagsmönnum.

SHA_forsida_top

Toggi spilar í Friðarhúsi

Toggi spilar í Friðarhúsi

Tónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

MFÍK hefur forgöngu um samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Undirbúningsfundur í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Danmörk

HM, Ísland:Danmörk

Sýnt er frá leikjum Íslands á HM í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til hamingju Skagabyggð

Til hamingju Skagabyggð

Skagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19, en húsið er opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Aðgerðir á afmæli Íraksstríðsins undirbúnar.

SHA_forsida_top

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Sjá nánar hér.