BREYTA

NATO fundar bakvið víggirðingar

antinato rumenia2008 Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa fram á föstudag. NATO er mótmælt víða þessa dagana. Bush Bandaríkjaforseti leit við í Kænugarði í Úkraínu á leið sinni til Búkarest til að hitta Viktor Júsjenkó og fleiri ráðamenn, en Bush er mjög áfram um að Úkraína fáið aðild að NATO. Þingmaður Sjálfstæðisflokkins, Ragnheiður E. Árnadóttir, sagði í umræðum á Alþingi í gær að um 80% þjóðarinnar væru samþykk aðild að NATO, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í gær er lítll stuðningur þar meðal almennings. Og þegar Bush kom til Kænugarðs á mánudagskvöldið var voru mótmælaaðgerðir sem þúsundir manna tóku þátt í. Í Rúmeníu er mikil viðbúnaður gegn hugsanlegum mótmælum. Löngu áður en fundurinn hófst var farið að stöðva hugsanlega mótmælendur við landamærin. Til dæmis var sex þýskum ríkisborgurum snúið við á landamærunum 20. eða 21. mars. „Lögregla vaktar nú hvert götuhorn í miðbæ Búkarest. Svo miklar eru reyndar öryggisráðstafanirnar að stór hluti fréttamanna hefur enn ekki fengið aðgang að Alþýðuhöllinni...,“ segir í frétt á Vísi 2. apríl. Síðustu daga hefur okkur verið að berast tölvuskeyti frá fólki sem hefur verið hömluð för bæði til Rúmeníu frá öðrum löndum og innan Rúmeníu. Í gærmorgun, miðvikudag, réðst lögreglan inn í húsnæði þar sem mótmælendur funduðu og handtók tæplega fimmtíu manns (sjá einnig fréttir á Indymedia România og Toulouse Indymedia). Rúmenskir NATO-andstæðingar höfðu ráðgert mótmælaaðgerðir en sem stendur er óvíst hvort af þeim verður enda útlit yfir að fjölmennt lögreglulið geri allt til að koma í veg fyrir þær. Nánari upplýsingar: Upplýsingar á vef NATO Upplýsingar um mótmælaaðgerðir: http://gipfelsoli.org/Home/Bukarest_2008 Mediafax.ro http://balkans.puscii.nl/ Myndir: http://photos.cmaq.net/v/bucharestnato/ nato game over 01 22. mars síðastliðinn voru miklar mótmælaaðgerðir gegn NATO í Brussel. Um 1000 manns frá 17 Evrópulöndum komu þá saman við höfuðstöðvar NATO. Aðgerðirnar voru undir nafninu NATO GAME OVER, og tilefnið var annarsvegar að 5 ár voru liðin frá innrásinni í írak og hins vegar að framundan var leiðtogafundurinn í Búkarest. Aðgerðirnar voru friðsamlegar en þrátt fyrir það var um helmingur þátttakenda, eða um 500 manns handteknir. Sjá nánar á Bombspotting. polland mars 2008 Bæði í Tékklandi og Póllandi er mikil andstaða gegn fyrirhuguðum herstöðvum sem eiga að þjóna gagnflauganeti Bandaríkjanna. Í Póllandi tóku um 700 manns þátt í mótmælaaðgerðum laugardaginn 29. mars í bænum Slupsk í Norður-Póllandi. Ennfremur voru á föstudaginn og laugardaginn samstöðuaðgerðir í nokkrum borgum allt frá Moskvu til Washington. Aðgerðirnar í Póllandi voru friðsamlegar en eigi að síður réðist lögreglan á mótmælendur og handtók allnokkra. Sjá nánar: www.peacenikhurler.blogspot.com www.cia.bzzz.net/english_news "Campaign Against Militarism": www.m29.bzzz.net www.tarcza.org

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.