BREYTA

NATO og Ísrael

NATO-Ã?srael Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru þarna á milli þar til samráðshópnum við Miðjarðarhafið var komið á 1994 og Ísrael tók ekki þátt í sameiginlegum heræfingum NATO heldur aðeins með NATO-ríkjunum Tyrklandi og Bandaríkjunum, en milli þessara þriggja ríkja hefur í reynd verið þríhliða bandalag síðan á stjórnarárum Clintons. En árið 2001 varð Ísrael fyrst ríkja Miðjarðarhafssamráðsins til að undirrita samkomulag um öryggismál við NATO. Í febrúar 2005 heimsótti framkvæmdastjóri NATO, Jaap de Hoop Scheffer, Ísrael. Þar tók hann skýrt fram að aðild Ísraels að NATO væri ekki á dagskrá. En í mars sama ár fór fyrsta sameiginlega heræfing Ísrael og NATO fram á hafinu undan ströndum Ísraels, í maí fékk Ísrael aðild að þingmannasamkomu NATO og í júní tóku ísraelskar hersveitir þátt í heræfingum NATO bæði á Miðjarðarhafinu og í Úkraínu. (Sjá NATO-fréttir, vetur 2005, og BBC, 24. feb. 2005.) Þótt de Hoop Scheffer hafi aftekið það í Tel Aviv í febrúar 2005 að aðild Ísraels að NATO væri á dagskrá, þá er sú hugsun ekki fjarri ýmsum áhrifamönnum innan NATO. Í skýrslu sem José Maria Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, lagði fram í október 2005, NATO: An Alliance for Freedom, og var til umræðu á árlegri öryggisráðstefnu NATO í München í febrúar 2006, er lagt til að Ísrael, Japan og Ástralíu verði boðin aðild og tekið upp náið samstarf við Kólumbíu og Indland (bls. 14). Í umfjöllun um þróunina, sem orðið hefur á stefnu NATO gagnvart Miðjarðarhafssvæðinu og Mið-Austurlöndum, í NATO-fréttum veturinn 2005 er komist svo að orði: „Þó að deilan milli Ísraels- og Palestínumanna sé ekki um þessar mundir á dagskrá NATO, og bandalagið eigi ekki hlutdeild í friðarferlinu í Mið-Austurlöndum, hefur hugsanlegt hlutverk NATO í því að leysa þessa langvarandi deilu verið í deiglunni bæði meðal stjórnmála- og fræðimanna. Raunar hafa álitsgjafar og sérfræðingar bæði lagt til að NATO veiti Ísrael öryggistryggingu og að bandalagið gegni hlutverki í friðargæslu milli fullvalda palestínsks ríkis og Ísrael.“ Það virðist vera meðvitaður ásetningur í hinni nýju stefnu NATO að líta framhjá mótsögninni sem felst í því að taka að sér friðargæsluhlutverk á svæði þar sem bandalagið er í beinu bandalagi við annan aðila átakanna ef ekki sjálft beinlínis annar aðilinn, sbr. Kósóvó og Afganistan. Mynd: www.worldsecuritynetwork.com

Færslur

SHA_forsida_top

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið …

SHA_forsida_top

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Á vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar …

SHA_forsida_top

Leynist í þér rótari?

Leynist í þér rótari?

Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum komið sér upp góðu hljóðkerfi fyrir fundi af ýmsu …

SHA_forsida_top

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Fimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. 8. mars

Undirbúningsfundur f. 8. mars

MFÍK heldur undirbúningsfund í Friðarhúsi fyrir 8. mars.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Ástralía

HM, Ísland:Ástralía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Ástralía …

SHA_forsida_top

Frá miðnefnd SHA

Frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að …

SHA_forsida_top

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Samtök hernaðarandstæðinga eiga öflugt hljóðkerfi fyrir fundi og samkomur. Nú gefst félagsmönnum tækifæri til að …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til einkaaðila.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Eftirfarandi grein eftir Þórarinn Eyfjörð birtist í Morgunblaðinu 27. desember 2006. Hún er birt …

SHA_forsida_top

Friðarávarp frá Ísafirði

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn í lok nóvember. Erla Hlynsdóttir, blaðakona á tímaritinu Ísafold, sat …

SHA_forsida_top

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Falasteen Abu Libdeh flutti ávarp á Lækjartorgi við lok friðargöngunnar á Þorláksmessu. Það birtist hér …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Fundur á vegum undirbúningshóps Indymedia.is