BREYTA

NATO og Ísrael

NATO-Ã?srael Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru þarna á milli þar til samráðshópnum við Miðjarðarhafið var komið á 1994 og Ísrael tók ekki þátt í sameiginlegum heræfingum NATO heldur aðeins með NATO-ríkjunum Tyrklandi og Bandaríkjunum, en milli þessara þriggja ríkja hefur í reynd verið þríhliða bandalag síðan á stjórnarárum Clintons. En árið 2001 varð Ísrael fyrst ríkja Miðjarðarhafssamráðsins til að undirrita samkomulag um öryggismál við NATO. Í febrúar 2005 heimsótti framkvæmdastjóri NATO, Jaap de Hoop Scheffer, Ísrael. Þar tók hann skýrt fram að aðild Ísraels að NATO væri ekki á dagskrá. En í mars sama ár fór fyrsta sameiginlega heræfing Ísrael og NATO fram á hafinu undan ströndum Ísraels, í maí fékk Ísrael aðild að þingmannasamkomu NATO og í júní tóku ísraelskar hersveitir þátt í heræfingum NATO bæði á Miðjarðarhafinu og í Úkraínu. (Sjá NATO-fréttir, vetur 2005, og BBC, 24. feb. 2005.) Þótt de Hoop Scheffer hafi aftekið það í Tel Aviv í febrúar 2005 að aðild Ísraels að NATO væri á dagskrá, þá er sú hugsun ekki fjarri ýmsum áhrifamönnum innan NATO. Í skýrslu sem José Maria Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, lagði fram í október 2005, NATO: An Alliance for Freedom, og var til umræðu á árlegri öryggisráðstefnu NATO í München í febrúar 2006, er lagt til að Ísrael, Japan og Ástralíu verði boðin aðild og tekið upp náið samstarf við Kólumbíu og Indland (bls. 14). Í umfjöllun um þróunina, sem orðið hefur á stefnu NATO gagnvart Miðjarðarhafssvæðinu og Mið-Austurlöndum, í NATO-fréttum veturinn 2005 er komist svo að orði: „Þó að deilan milli Ísraels- og Palestínumanna sé ekki um þessar mundir á dagskrá NATO, og bandalagið eigi ekki hlutdeild í friðarferlinu í Mið-Austurlöndum, hefur hugsanlegt hlutverk NATO í því að leysa þessa langvarandi deilu verið í deiglunni bæði meðal stjórnmála- og fræðimanna. Raunar hafa álitsgjafar og sérfræðingar bæði lagt til að NATO veiti Ísrael öryggistryggingu og að bandalagið gegni hlutverki í friðargæslu milli fullvalda palestínsks ríkis og Ísrael.“ Það virðist vera meðvitaður ásetningur í hinni nýju stefnu NATO að líta framhjá mótsögninni sem felst í því að taka að sér friðargæsluhlutverk á svæði þar sem bandalagið er í beinu bandalagi við annan aðila átakanna ef ekki sjálft beinlínis annar aðilinn, sbr. Kósóvó og Afganistan. Mynd: www.worldsecuritynetwork.com

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.