BREYTA

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár liðin síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað upp úrskurð um ólögmæti Aðskilnaðarmúrsins sem verið er að reisa í hertekinni Palestínu, skyldu Ísraelsstjórnar til að brjóta hann og fjarlægja og að bæta íbúunum það tjón sem hann hefur valdið. Þar var líka kveðið á um skyldu allra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna til að fylgja því eftir að Ísraelsríki hlíti úrskurðinum. Sú skylda nær líka til Íslands. En sem fyrri daginn lætur Ísraelsstjórn eins og hún sé hafin yfir lög og rétt. Bygging Aðsklinaðarmúrsins á Vesturbakkanum heldur áfram og síðustu vikur hafa okkur borist óhugnanlega fréttir af árásum Ísraelshers á óbreytta borgara og samfélagsstoðir á Gaza svæðinu. Áköll berast til umheimsins frá ísraelskum og palestínskum friðarsamtökum, mannréttindasamtökum, kirkjufélögum og fleirum um að allir sem ekki geta látið sér á sama standa um örlög stríðshrjáðs fólks í Palestínu mótmæli af krafti framferði Ísraelshers. Félagið Ísland-Palestína hefur ákveðið að svara kallinu og boða til útifundar á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl 17:30 til að mótmæla stríðsglæpunum í Palestínu og sýna samstöðu með íbúum herteknu svæðana. Dagskrá auglýst síðar. Fjölmennum og látum sem flesta vita!! Kröfurnar fundarins eru: Stöðvið stríðsglæpina! Ísraelsher burt úr Palestínu! Viðurkennum sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar! Niður með múrinn! Alþjóðlega vernd fyrir íbúa herteknu svæðanna! Frjáls Palestína! www.palestina.is Um ástandið í Palestínu, sjá grein Sveins Rúnars Haukssonar: Hvað getum við gert til að stöðva stríðgslæpi Ísraelshers í Palestínu?

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …