BREYTA

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár liðin síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað upp úrskurð um ólögmæti Aðskilnaðarmúrsins sem verið er að reisa í hertekinni Palestínu, skyldu Ísraelsstjórnar til að brjóta hann og fjarlægja og að bæta íbúunum það tjón sem hann hefur valdið. Þar var líka kveðið á um skyldu allra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna til að fylgja því eftir að Ísraelsríki hlíti úrskurðinum. Sú skylda nær líka til Íslands. En sem fyrri daginn lætur Ísraelsstjórn eins og hún sé hafin yfir lög og rétt. Bygging Aðsklinaðarmúrsins á Vesturbakkanum heldur áfram og síðustu vikur hafa okkur borist óhugnanlega fréttir af árásum Ísraelshers á óbreytta borgara og samfélagsstoðir á Gaza svæðinu. Áköll berast til umheimsins frá ísraelskum og palestínskum friðarsamtökum, mannréttindasamtökum, kirkjufélögum og fleirum um að allir sem ekki geta látið sér á sama standa um örlög stríðshrjáðs fólks í Palestínu mótmæli af krafti framferði Ísraelshers. Félagið Ísland-Palestína hefur ákveðið að svara kallinu og boða til útifundar á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl 17:30 til að mótmæla stríðsglæpunum í Palestínu og sýna samstöðu með íbúum herteknu svæðana. Dagskrá auglýst síðar. Fjölmennum og látum sem flesta vita!! Kröfurnar fundarins eru: Stöðvið stríðsglæpina! Ísraelsher burt úr Palestínu! Viðurkennum sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar! Niður með múrinn! Alþjóðlega vernd fyrir íbúa herteknu svæðanna! Frjáls Palestína! www.palestina.is Um ástandið í Palestínu, sjá grein Sveins Rúnars Haukssonar: Hvað getum við gert til að stöðva stríðgslæpi Ísraelshers í Palestínu?

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …