BREYTA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús Lækna án landamæra, þar sem fjöldi fólks lét lífið. Árásaraðilar hafa svo gott sem viðurkennt að sprengjunum hafi verið varpað á sjúkrahúsið af yfirlögðu ráði. Það er viðbjóðslegur stríðsglæpur, en þó ekki úr takti við blóðidrifna sögu vestrænna herja í landinu allt frá byrjun stríðsins árið 2001. „Stríðið gegn hryðjuverkum“ hefur nú staðið í á fimmtánda ár, knúið áfram af sturluðum ranghugmyndum um að koma megi á friði með því að varpa sprengjum úr orrustuþotum eða ómönnuðum flygildum á skotmörk á jörðu niðri. Niðurstaðan er sífellt sú sama: dráp á óbreyttum borgurum og aukin olía á eld andstæðinganna. Ísland ber sem Nató-ríki fulla ábyrgð á dauða fólksins á sjúkrahúsinu í Kunduz, sem og þeirra þúsunda afgönsku borgara sem vestræn hernaðaryfirvöld líta á sem óhjákvæmlilegan meðafla í nútímavæddum stríðsrekstri sínum. Það er einhver ljótasti bletturinn í stuttri sögu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Kviksyndið í Afganistan hefur þó engu breytt um aðferðir og hugmyndafræði Nató-ríkja. Sama trúin á sömu aðferðirnar er við lýði víða um lönd, þar sem Bandaríkjastjórn og fylgiríki þeirra fótum troða alþjóðalög á degi hverjum með hátæknihernaði úr lofti. Þess verður vart langt að bíða uns við gröndum næsta spítala.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.