BREYTA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús Lækna án landamæra, þar sem fjöldi fólks lét lífið. Árásaraðilar hafa svo gott sem viðurkennt að sprengjunum hafi verið varpað á sjúkrahúsið af yfirlögðu ráði. Það er viðbjóðslegur stríðsglæpur, en þó ekki úr takti við blóðidrifna sögu vestrænna herja í landinu allt frá byrjun stríðsins árið 2001. „Stríðið gegn hryðjuverkum“ hefur nú staðið í á fimmtánda ár, knúið áfram af sturluðum ranghugmyndum um að koma megi á friði með því að varpa sprengjum úr orrustuþotum eða ómönnuðum flygildum á skotmörk á jörðu niðri. Niðurstaðan er sífellt sú sama: dráp á óbreyttum borgurum og aukin olía á eld andstæðinganna. Ísland ber sem Nató-ríki fulla ábyrgð á dauða fólksins á sjúkrahúsinu í Kunduz, sem og þeirra þúsunda afgönsku borgara sem vestræn hernaðaryfirvöld líta á sem óhjákvæmlilegan meðafla í nútímavæddum stríðsrekstri sínum. Það er einhver ljótasti bletturinn í stuttri sögu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Kviksyndið í Afganistan hefur þó engu breytt um aðferðir og hugmyndafræði Nató-ríkja. Sama trúin á sömu aðferðirnar er við lýði víða um lönd, þar sem Bandaríkjastjórn og fylgiríki þeirra fótum troða alþjóðalög á degi hverjum með hátæknihernaði úr lofti. Þess verður vart langt að bíða uns við gröndum næsta spítala.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Friðarhús er frátekið þennan dag v. vís.ferðar háskólanema.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK verður haldinn þann 30. janúar kl. 19:00 í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn (World Social Forum) er að þessu sinni ekki stór samkoma á …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Því miður hafa vonir um heim án styrjalda og stríðsæsinga, án vígtóla og gegndarlausra hernaðarútgjalda, …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok …

SHA_forsida_top

Stóri sannleikur varnarmálanna

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Samstarfshópur Friðarhreyfinga efnir til friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur …