BREYTA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús Lækna án landamæra, þar sem fjöldi fólks lét lífið. Árásaraðilar hafa svo gott sem viðurkennt að sprengjunum hafi verið varpað á sjúkrahúsið af yfirlögðu ráði. Það er viðbjóðslegur stríðsglæpur, en þó ekki úr takti við blóðidrifna sögu vestrænna herja í landinu allt frá byrjun stríðsins árið 2001. „Stríðið gegn hryðjuverkum“ hefur nú staðið í á fimmtánda ár, knúið áfram af sturluðum ranghugmyndum um að koma megi á friði með því að varpa sprengjum úr orrustuþotum eða ómönnuðum flygildum á skotmörk á jörðu niðri. Niðurstaðan er sífellt sú sama: dráp á óbreyttum borgurum og aukin olía á eld andstæðinganna. Ísland ber sem Nató-ríki fulla ábyrgð á dauða fólksins á sjúkrahúsinu í Kunduz, sem og þeirra þúsunda afgönsku borgara sem vestræn hernaðaryfirvöld líta á sem óhjákvæmlilegan meðafla í nútímavæddum stríðsrekstri sínum. Það er einhver ljótasti bletturinn í stuttri sögu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Kviksyndið í Afganistan hefur þó engu breytt um aðferðir og hugmyndafræði Nató-ríkja. Sama trúin á sömu aðferðirnar er við lýði víða um lönd, þar sem Bandaríkjastjórn og fylgiríki þeirra fótum troða alþjóðalög á degi hverjum með hátæknihernaði úr lofti. Þess verður vart langt að bíða uns við gröndum næsta spítala.

Færslur

SHA_forsida_top

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Kl. 13: Háskólabíó. Almennur borgarafundur Kl. 15: Ingólfstorg. Útifundur Írak: Stöðvum stríðið strax! Íran: …

SHA_forsida_top

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45 FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR Þjóðarhreyfingin – með …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sagnfræðingurinn Dagur Þorleifsson fjallar um sögulegan bakgrunn borgarastyrjaldarinnar í Írak.

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Mánudagskvöldið 13. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda …

SHA_forsida_top

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sýnd verður heimildarmyndin Private Warriors úr Frontline-myndaröð PBS.

SHA_forsida_top

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Stefna, félag vinstri manna, heldur umræðufund um efnið Álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi …

SHA_forsida_top

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum …

SHA_forsida_top

Vinnufundur v. 18. mars

Vinnufundur v. 18. mars

Hópur nema úr framhaldsskólum og Háskólanum funda til að undirbúa mótmælin 18. mars.

SHA_forsida_top

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur …

SHA_forsida_top

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um …