BREYTA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús Lækna án landamæra, þar sem fjöldi fólks lét lífið. Árásaraðilar hafa svo gott sem viðurkennt að sprengjunum hafi verið varpað á sjúkrahúsið af yfirlögðu ráði. Það er viðbjóðslegur stríðsglæpur, en þó ekki úr takti við blóðidrifna sögu vestrænna herja í landinu allt frá byrjun stríðsins árið 2001. „Stríðið gegn hryðjuverkum“ hefur nú staðið í á fimmtánda ár, knúið áfram af sturluðum ranghugmyndum um að koma megi á friði með því að varpa sprengjum úr orrustuþotum eða ómönnuðum flygildum á skotmörk á jörðu niðri. Niðurstaðan er sífellt sú sama: dráp á óbreyttum borgurum og aukin olía á eld andstæðinganna. Ísland ber sem Nató-ríki fulla ábyrgð á dauða fólksins á sjúkrahúsinu í Kunduz, sem og þeirra þúsunda afgönsku borgara sem vestræn hernaðaryfirvöld líta á sem óhjákvæmlilegan meðafla í nútímavæddum stríðsrekstri sínum. Það er einhver ljótasti bletturinn í stuttri sögu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Kviksyndið í Afganistan hefur þó engu breytt um aðferðir og hugmyndafræði Nató-ríkja. Sama trúin á sömu aðferðirnar er við lýði víða um lönd, þar sem Bandaríkjastjórn og fylgiríki þeirra fótum troða alþjóðalög á degi hverjum með hátæknihernaði úr lofti. Þess verður vart langt að bíða uns við gröndum næsta spítala.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

SHA_forsida_top

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

SHA_forsida_top

Spurningakeppnin Friðarpípan

Spurningakeppnin Friðarpípan

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

SHA_forsida_top

Rokk gegn her

Rokk gegn her

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

SHA_forsida_top

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

SHA_forsida_top

Dagfari á Friðarvefnum

Dagfari á Friðarvefnum

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

SHA_forsida_top

Málningarvinna í Friðarhúsi

Málningarvinna í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

SHA_forsida_top

Vinnudagur í Friðarhúsi

Vinnudagur í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

SHA_forsida_top

Öryggi og varnir Íslands

Öryggi og varnir Íslands

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …