BREYTA

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

nato nei NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri þýðingu:
    Í dag luku Bandaríkin og Ísrael samningi um „Individual Cooperation Programme (ICP)“ sem hluta af hinu útvíkkaða Miðjarðarhafssamráði (Mediterranean Dialogue). Jafnframt hafa NATO og Ísrael lokið útfærslu á því með hvaða hætti Ísrael komi að NATO-áætluninni „Operation Active Endeavour“. Á leiðtogafundinum í Istanbúl ákváðu þjóðarleiðtogar NATO-ríkjanna að bjóða aðilum Miðjarðarhafssamráðsins aðgang að tvíhliða samvinnuáætlunum (Individual Cooperation Programmes) NATO og taka þátt í „Operation Active Endeavour“ í samhengi við hið útvíkkaða hlutverk Miðjarðarhafssamráðsins sem samþykkt var á fundinum. Ákvörðun Ísraels um að taka þátt í „Operation Active Endeavour“ og ganga frá samningi um „Individual Cooperation Programme“ með NATO er mikilvægt skref í átt til frekara samvinnu við bandalagið.
Frumtexti: http://www.nato.int/docu/pr/2006/p06-123e.htm Nánar um samvinnu NATO og Ísraels, sjá grein um NATO og Ísrael á Friðarvefnum 17. september. Operation Active Endeavour var ein af átta meiriháttar aðgerðum sem NATO hóf til stuðnings Bandaríkjunum eftir atburðina 11. september 2001. Í grófum dráttum felst aðgerðin í að reka herskipaflota á Miðjarðarhafinu til að koma í veg fyrir hryðjuverk: http://www.nato.int/issues/active_endeavour/index.html Miðjarðarhafssamráðið var sett á fót árið 1994 í samráði við Miðjarðarhafsríki, Mediterranean Dialogue, en aðild að því eiga Alsír, Máritanía, Marokkó, Túnis, Egyptaland, Jórdanía og Ísrael. Á leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004 var samþykktur nýr samráðsvettvangur með Istanbul-samstarfsáætluninni (Istanbul Cooperation Initiative) og þar með frekari starfsemi NATO í Miðausturlöndum. Í umfjöllun í NATO-fréttum veturinn 2005, er komist svo að orði: „... nú má skipta stefnu NATO gagnvart Miðjarðarhafssvæðinu og nágrenni þess niður á þrjár stoðir, þ.e.a.s. Miðjarðarhafssamráðið, Istanbúl-samstarfsáætlunina og afskipti af Írak.“ Ákveðið var að hefja þetta með tvíhliða samvinnu við Persaflóasamstarfsráðið, en það var stofnað 1981 sem samstarfsráð sex ríkja við Persaflóann, Bareins, Kúveits, Ómans, Katars, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hvorki Írak né Íran hafa átt aðild að þessu ráði. Í umfjöllun um samstarfsverkefni NATO í NATO-fréttum vorið 2004 segir svo um Miðjarðarhafssamráðið: „Í dag hefur landfræðilegt umfang öryggissamstarfs NATO og samráðsríkjanna stækkað til austurs, allt til Afganistan og jafnvel lengra. Hinni svonefndu „Clinton-nálgun” gagnvart suður- og austur-Miðjarðarhafssvæðinu, þar sem áhersla var lögð á viðræður, samninga, byggingu trausts og efnahagslega hvatningu, hefur verið varpað fyrir róða og í staðinn tekin upp stefna sem felst í meðal annars í hindrunaraðgerðum og íhlutun. Íhlutunarstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum fylgir viðleitni til þess að breyta gildismati í þessum heimshluta og færa það nær lýðræðishugsun Vesturlanda.“ Sjá nánar: www.nato.int/docu/update/2004/06-june/e0629d.htm www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/main.htm www.nato.int/docu/review/2005/issue4/icelandic/art1.html www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/summaries.html

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn. Að því tilefni hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga …

SHA_forsida_top

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða …

SHA_forsida_top

Innrásin í Sýrland

Innrásin í Sýrland

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um málefni Sýrlands. Aðsendar …

SHA_forsida_top

SHA og þjóðaröryggisstefnan

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna …

SHA_forsida_top

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðvikudagskvöldið 29. apríl kl. 20 kemur miðnefnd SHA saman til reglulegs fundar í Friðarhúsi. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2015

1. maí kaffi SHA 2015

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Aprílmálsverður Friðarhúss, föstudaginn 24. nk., verður glæsilegur að vanda. Skagamaðurinn og pottahvíslarinn Geir Guðjónsson sér …

SHA_forsida_top

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Jón Karl Stefánsson, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa grein um upplýsingar úr Wikileaks um …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla harðlega að Ísland hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Norðurlöndin um …

SHA_forsida_top

Ályktun um stríð í Jemen

Ályktun um stríð í Jemen

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar SHA verður haldinn í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður Friðarhúss

Marsmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. …

SHA_forsida_top

Nýr formaður SHA

Nýr formaður SHA

Þau tíðindi urðu á landsfundi SHA í Friðarhúsi þann 18. mars sl. að nýr formaður …