BREYTA

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

nato nei NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri þýðingu:
    Í dag luku Bandaríkin og Ísrael samningi um „Individual Cooperation Programme (ICP)“ sem hluta af hinu útvíkkaða Miðjarðarhafssamráði (Mediterranean Dialogue). Jafnframt hafa NATO og Ísrael lokið útfærslu á því með hvaða hætti Ísrael komi að NATO-áætluninni „Operation Active Endeavour“. Á leiðtogafundinum í Istanbúl ákváðu þjóðarleiðtogar NATO-ríkjanna að bjóða aðilum Miðjarðarhafssamráðsins aðgang að tvíhliða samvinnuáætlunum (Individual Cooperation Programmes) NATO og taka þátt í „Operation Active Endeavour“ í samhengi við hið útvíkkaða hlutverk Miðjarðarhafssamráðsins sem samþykkt var á fundinum. Ákvörðun Ísraels um að taka þátt í „Operation Active Endeavour“ og ganga frá samningi um „Individual Cooperation Programme“ með NATO er mikilvægt skref í átt til frekara samvinnu við bandalagið.
Frumtexti: http://www.nato.int/docu/pr/2006/p06-123e.htm Nánar um samvinnu NATO og Ísraels, sjá grein um NATO og Ísrael á Friðarvefnum 17. september. Operation Active Endeavour var ein af átta meiriháttar aðgerðum sem NATO hóf til stuðnings Bandaríkjunum eftir atburðina 11. september 2001. Í grófum dráttum felst aðgerðin í að reka herskipaflota á Miðjarðarhafinu til að koma í veg fyrir hryðjuverk: http://www.nato.int/issues/active_endeavour/index.html Miðjarðarhafssamráðið var sett á fót árið 1994 í samráði við Miðjarðarhafsríki, Mediterranean Dialogue, en aðild að því eiga Alsír, Máritanía, Marokkó, Túnis, Egyptaland, Jórdanía og Ísrael. Á leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004 var samþykktur nýr samráðsvettvangur með Istanbul-samstarfsáætluninni (Istanbul Cooperation Initiative) og þar með frekari starfsemi NATO í Miðausturlöndum. Í umfjöllun í NATO-fréttum veturinn 2005, er komist svo að orði: „... nú má skipta stefnu NATO gagnvart Miðjarðarhafssvæðinu og nágrenni þess niður á þrjár stoðir, þ.e.a.s. Miðjarðarhafssamráðið, Istanbúl-samstarfsáætlunina og afskipti af Írak.“ Ákveðið var að hefja þetta með tvíhliða samvinnu við Persaflóasamstarfsráðið, en það var stofnað 1981 sem samstarfsráð sex ríkja við Persaflóann, Bareins, Kúveits, Ómans, Katars, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hvorki Írak né Íran hafa átt aðild að þessu ráði. Í umfjöllun um samstarfsverkefni NATO í NATO-fréttum vorið 2004 segir svo um Miðjarðarhafssamráðið: „Í dag hefur landfræðilegt umfang öryggissamstarfs NATO og samráðsríkjanna stækkað til austurs, allt til Afganistan og jafnvel lengra. Hinni svonefndu „Clinton-nálgun” gagnvart suður- og austur-Miðjarðarhafssvæðinu, þar sem áhersla var lögð á viðræður, samninga, byggingu trausts og efnahagslega hvatningu, hefur verið varpað fyrir róða og í staðinn tekin upp stefna sem felst í meðal annars í hindrunaraðgerðum og íhlutun. Íhlutunarstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum fylgir viðleitni til þess að breyta gildismati í þessum heimshluta og færa það nær lýðræðishugsun Vesturlanda.“ Sjá nánar: www.nato.int/docu/update/2004/06-june/e0629d.htm www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/main.htm www.nato.int/docu/review/2005/issue4/icelandic/art1.html www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/summaries.html

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …