BREYTA

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti friðarrannsóknarstofnuninn TFF og á vef hennar birtist fjöldi greina um átakasvæði í veröldinni. Öberg hefur sérstaklega látið sig varða átökin í Úkraínu liðna mánuði og hefur nú ritað forvitnilega grein um vopnahléssamningana í Minsk. Í greininni lýsir Öberg nokkrum vonbrigðum með að hinir nýju samningar virðist lítið annað en endurtekning á eldri samningum frá Minsk sem lítinn árangur báru. Öberg spyr hvað þurfi að gerast til að vopnahlé nú geti þróast yfir í raunverulegt friðarsamkomulag? Hann kallar eftir fjölmennu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna, sem ásamt lögregluliði og borgaralegum starfsmönnum gæti talið 20 þúsund manns. Öberg bendir á kanadíska friðargæsluliðið í Austur-Slavoníu snemma á tíunda áratugnum sem fyrirmynd að slíku liði. Sú sveit hafi verið hörð í horn að taka og haldið stríðandi öflum á mottunni. Kostnaðurinn við stór friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna sé vissulega mikill, en mun dýrara verði að gera ekkert og leyfa átökunum að þróast í stórstyrjöld, Öberg er sömuleiðis gagnrýninn á fyrirkomulag friðarviðræðnanna í Minsk. Þar hafi vantað fulltrúa þeirra sem mestra hagsmuna hafi að gæta, fólksins á vettvangi. Viðræðurnar hafi verið of formlegar, niðurnjörvaðar og einkennst af ávörpum og ræðuhöldum fyrirmenna í stað þess að vera lausnamiðaðar og raunveruleg umræða með aðstoð reyndra málamiðlara. Jafnframt veltir Öberg því fyrir sér hvort í öllu ráðgjafateymi þjóðaleiðtogana sé að finna nokkurn mann með reynslu af lausn deiluefna - reynda sáttasemjara í stað endalausra hernaðarráðgjafa. Hvers vegna ættu önnur lögmál að gilda um lausn stórra alþjóðlegra deilumála og minni ágreiningsefna í mannlegu samfélagi?  

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. …

SHA_forsida_top

Friðarsúla eða níðstöng?

Friðarsúla eða níðstöng?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 20. október 2007 Í þessum mánuði …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október og hefst að venju kl. 19 …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Á dögunum var sagt frá því að fleiri almennir borgarar hafi fallið í hernaðinum í …

SHA_forsida_top

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Eftir að tilkynnt var 12. október hverjir fengju friðarverðlaun Nóbels 2007 sendi Jan Øberg, framkvæmdarstjóri …

SHA_forsida_top

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um …

SHA_forsida_top

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.