BREYTA

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti friðarrannsóknarstofnuninn TFF og á vef hennar birtist fjöldi greina um átakasvæði í veröldinni. Öberg hefur sérstaklega látið sig varða átökin í Úkraínu liðna mánuði og hefur nú ritað forvitnilega grein um vopnahléssamningana í Minsk. Í greininni lýsir Öberg nokkrum vonbrigðum með að hinir nýju samningar virðist lítið annað en endurtekning á eldri samningum frá Minsk sem lítinn árangur báru. Öberg spyr hvað þurfi að gerast til að vopnahlé nú geti þróast yfir í raunverulegt friðarsamkomulag? Hann kallar eftir fjölmennu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna, sem ásamt lögregluliði og borgaralegum starfsmönnum gæti talið 20 þúsund manns. Öberg bendir á kanadíska friðargæsluliðið í Austur-Slavoníu snemma á tíunda áratugnum sem fyrirmynd að slíku liði. Sú sveit hafi verið hörð í horn að taka og haldið stríðandi öflum á mottunni. Kostnaðurinn við stór friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna sé vissulega mikill, en mun dýrara verði að gera ekkert og leyfa átökunum að þróast í stórstyrjöld, Öberg er sömuleiðis gagnrýninn á fyrirkomulag friðarviðræðnanna í Minsk. Þar hafi vantað fulltrúa þeirra sem mestra hagsmuna hafi að gæta, fólksins á vettvangi. Viðræðurnar hafi verið of formlegar, niðurnjörvaðar og einkennst af ávörpum og ræðuhöldum fyrirmenna í stað þess að vera lausnamiðaðar og raunveruleg umræða með aðstoð reyndra málamiðlara. Jafnframt veltir Öberg því fyrir sér hvort í öllu ráðgjafateymi þjóðaleiðtogana sé að finna nokkurn mann með reynslu af lausn deiluefna - reynda sáttasemjara í stað endalausra hernaðarráðgjafa. Hvers vegna ættu önnur lögmál að gilda um lausn stórra alþjóðlegra deilumála og minni ágreiningsefna í mannlegu samfélagi?  

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …