BREYTA

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Century of War03 Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, sem er á Íslandi á vegum bókabúðarinnar Slagsíðunnar, heldur fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu á Hringbraut 121, 4. hæð, fimmtudaginn 19. apríl n.k. kl. 20:00 og aftur í Friðarhúsinu 20. apríl klukkan 19:00. Í fyrirlestrinum mun Engdahl fjalla um víðtæk áhrif olíuiðnaðarins og bankamanna á sögu 19. og 20 aldarinnar og taka fyrir eftirfarandi atburði: - kjarnorkudeilu Írans og Bandaríkjanna - fyrri og seinni heimstyrjöldina - olíukreppurnar 1973 og 79 - valdaránið í Íran - Víetnamstríðið - valdatöku nasista í Þýskalandi - kreppuna 1929 - Íraksstríðið Aðgangseyrir að fyrirlestrinum í ReykjavíkurAkademíunni er 800 krónur. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum í Friðarhúsnu er 1500 krónur, en innifalið í verðinu er grænmetismatur kokkaður af yfirmatreiðslumanni Kaffi Hljómalindar, Einar Rafni. Maturinn hefst klukkan 19:00 og fyrirlestur Engdahls hefst stuttu seinna. Fyrirlesturinn er byggður er á metsölubókinni A Century of War: Anglo-American Politics and the New World Order (Pluto Press, 2004). Í bókinni rekur Engdahl víðtæk umsvif og áhrif alþjóðlegra olíufyrirtækja og þekktra fjármálamanna á sögu 19. og 20. aldar. A Century of War hefur nú þegar verið þýdd á þýsku, frönsku, rússnesku, slóvensku, kóresku og arabísku. Engdahl hefur rannsakað og skrifað um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, landbúnað, GATT, WTO, orkumál, pólitík og efnahagsmál í meira en 30 ár. Skrif hans um þessi efni hafa mikið verið til umræðu og hafa greinar eftir hann birst í fjölda blaða og tímarita og á vel þekktum alþjóðlegum vefsíðum, t.a.m. Asia Times Online, Financial Sense, www.321gold.com, www.asiainc.com, www.globalresearch.ca, Nihon Keizai Shibun í Japan, Foresight Magazine, European Banker og Business Banker International. Eftir að hafa lokið prófi í stjórnmálafræði frá Princeton og samanburðarhagfræði frá háskólanum í Stokkhólmi vann Engdahl sem hagfræðingur og rannsóknarblaðamaður í New York og Evrópu. Hann skrifaði um stefnu Bandaríkjanna í orkumálum, GATT umræðurnar í Uruguay, matvælastefnu Evrópusambandsins, einokun í alþjóðlegri kornverslun, stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuldir þriðja heimsins, áhættusjóði (hedge funds), efnahagskreppuna í Asíu o.fl., svo nokkur dæmi séu tekin. Engdahl er reglulega fenginn til þess ræða um pólitík og efnahagsmál á ráðstefnum um heim allan. Auk skrifta rekur hann sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki í áhættustjórnun. Meðal viðskiptavina hans eru þekktir evrópskir bankar en einnig minni fjárfestar. Safn af greinum eftir Engdahl er að finna á heimasíðu hans: www.engdahl.oilgeopolitics.net. Nánari upplýsingar veitir Stefán Þorgrímsson í síma 847 5883.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …