BREYTA

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Century of War03 Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, sem er á Íslandi á vegum bókabúðarinnar Slagsíðunnar, heldur fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu á Hringbraut 121, 4. hæð, fimmtudaginn 19. apríl n.k. kl. 20:00 og aftur í Friðarhúsinu 20. apríl klukkan 19:00. Í fyrirlestrinum mun Engdahl fjalla um víðtæk áhrif olíuiðnaðarins og bankamanna á sögu 19. og 20 aldarinnar og taka fyrir eftirfarandi atburði: - kjarnorkudeilu Írans og Bandaríkjanna - fyrri og seinni heimstyrjöldina - olíukreppurnar 1973 og 79 - valdaránið í Íran - Víetnamstríðið - valdatöku nasista í Þýskalandi - kreppuna 1929 - Íraksstríðið Aðgangseyrir að fyrirlestrinum í ReykjavíkurAkademíunni er 800 krónur. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum í Friðarhúsnu er 1500 krónur, en innifalið í verðinu er grænmetismatur kokkaður af yfirmatreiðslumanni Kaffi Hljómalindar, Einar Rafni. Maturinn hefst klukkan 19:00 og fyrirlestur Engdahls hefst stuttu seinna. Fyrirlesturinn er byggður er á metsölubókinni A Century of War: Anglo-American Politics and the New World Order (Pluto Press, 2004). Í bókinni rekur Engdahl víðtæk umsvif og áhrif alþjóðlegra olíufyrirtækja og þekktra fjármálamanna á sögu 19. og 20. aldar. A Century of War hefur nú þegar verið þýdd á þýsku, frönsku, rússnesku, slóvensku, kóresku og arabísku. Engdahl hefur rannsakað og skrifað um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, landbúnað, GATT, WTO, orkumál, pólitík og efnahagsmál í meira en 30 ár. Skrif hans um þessi efni hafa mikið verið til umræðu og hafa greinar eftir hann birst í fjölda blaða og tímarita og á vel þekktum alþjóðlegum vefsíðum, t.a.m. Asia Times Online, Financial Sense, www.321gold.com, www.asiainc.com, www.globalresearch.ca, Nihon Keizai Shibun í Japan, Foresight Magazine, European Banker og Business Banker International. Eftir að hafa lokið prófi í stjórnmálafræði frá Princeton og samanburðarhagfræði frá háskólanum í Stokkhólmi vann Engdahl sem hagfræðingur og rannsóknarblaðamaður í New York og Evrópu. Hann skrifaði um stefnu Bandaríkjanna í orkumálum, GATT umræðurnar í Uruguay, matvælastefnu Evrópusambandsins, einokun í alþjóðlegri kornverslun, stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuldir þriðja heimsins, áhættusjóði (hedge funds), efnahagskreppuna í Asíu o.fl., svo nokkur dæmi séu tekin. Engdahl er reglulega fenginn til þess ræða um pólitík og efnahagsmál á ráðstefnum um heim allan. Auk skrifta rekur hann sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki í áhættustjórnun. Meðal viðskiptavina hans eru þekktir evrópskir bankar en einnig minni fjárfestar. Safn af greinum eftir Engdahl er að finna á heimasíðu hans: www.engdahl.oilgeopolitics.net. Nánari upplýsingar veitir Stefán Þorgrímsson í síma 847 5883.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …