BREYTA

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um mál sem sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað um í íslenskum fjölmiðlum, þ.e. um útgáfu svokallaðra „öryggisvottorða um einstaklinga“ í þágu NATO. Í fréttinni er haft eftir Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík að „öryggisvottunin“ fari fram eftir reglum NATO þar sem farið er fram á uppáskrift íslenskra yfirvalda um áreiðanleika þeirra sem starfa munu á vegum NATO. Haft er eftir fyrrverandi ráðuneytisstjóra, Róberti Trausta Árnasyni, að í beiðni um vottun komi fram „á hvaða stigi öryggisvottunin þurfi að vera af þeim fjórum stigum sem NATO tilgreinir“. Í fréttinni er greint frá að Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytins (og nú frambjóðandi Samfylkingarinnar), hafi vitað um útgáfu slíkra „öryggisvottorða“ en segist bundinn þagnarskyldu um aðferðirnar sem notaðar til að kanna hvort þeim er treystandi til að fá „öryggisvottorð“ svo þeir geti starfað hjá eða með NATO. Vitnað er til bréfs hans frá 26. okt. sl. til Valgerðar Sverrisdóttur, núverandi utanríkisráðherra, þar sem hann segir m.a.: „Ef ég á við skýrslutöku að upplýsa frekar en þegar hefur verið gert ... þarf ég að geta fjallað með heildstæðum og ítarlegum hætti um atriði er varða öryggismál ráðuneytisins og annað sem er til þess fallið að varpa ljósi á heildarsamhengi eftirlits með þeim mönnum sem fóru á þeim tíma með mál er varða öryggismál ríkisins og þá sérstaklega þá verkferla sem liggja að baki útgáfu öryggisvottorða á hæsta stigi, jafnt hér á landi og í öðrum löndum.“ Ofangreind frétt vekur ýmsar spurningar: 1. Hverjum hefur löggjafinn falið úrskurðarvald til að flokka Íslendinga í áreiðanleikastig í þágu NATO? 2. Er pólitísk afstaða manna ein af forsendum fyrir því að menn fá eða fá ekki „öryggisvottorð“ á ýmsu stigi? 3. Hvers konar trúnaðareið verða þeir sem fá „öryggisvottorð“ í þágu NATO að gangast undir? Verður þeim refsað ef þeir greina frá aðild NATO að brotum á þjóðarétti? Er þeim skylt að ljúga að almenningi ef þess er krafist af bandalaginu? Er þeim skylt að hlýða skipunum NATO, þótt slíkt kynni að stangast á við lýðræðislegar eða embættisskyldur þeirra gagnvart Íslendingum? Hver er hæfur til að dæma hvort tiltekin þjónusta Íslendings við NATO flokkist undir landráð? Þessar spurningar vakna m.a. vegna ákvörðunar NATO-ráðsins um að styðja loftárásir Bandaríkjanna á Afganistan árið 2001, en í þeim dóu a.m.k. 3500 manns. Utanríkisráðuneytið tilkynnti undirrituðum að forsendurnar fyrir þessari ákvörðun væru „trúnaðarmál“ NATO sem íslenskir borgarar fengju ekki að kynna sér. Margt bendir til þess að þessar forsendur hafi verið upplognar eða með öllu ófullnægjandi. Eru íslenskir embættismenn tilbúnir að axla þá ábyrgð sem af því leiðir að styðja leynilegar, ólögmætar og saknæmar aðgerðir á alþjóðavettvangi án umboðs löggjafarvaldsins? Er þjóðin sátt við það að landsmenn verði flokkaðir eftir leynilegum aðferðum um áreiðanleika sinn til að stunda brot á alþjóðarétti í þágu NATO og Bandaríkjanna? 7. nóv. 2006 Elías Davíðsson

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …