BREYTA

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um mál sem sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað um í íslenskum fjölmiðlum, þ.e. um útgáfu svokallaðra „öryggisvottorða um einstaklinga“ í þágu NATO. Í fréttinni er haft eftir Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík að „öryggisvottunin“ fari fram eftir reglum NATO þar sem farið er fram á uppáskrift íslenskra yfirvalda um áreiðanleika þeirra sem starfa munu á vegum NATO. Haft er eftir fyrrverandi ráðuneytisstjóra, Róberti Trausta Árnasyni, að í beiðni um vottun komi fram „á hvaða stigi öryggisvottunin þurfi að vera af þeim fjórum stigum sem NATO tilgreinir“. Í fréttinni er greint frá að Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytins (og nú frambjóðandi Samfylkingarinnar), hafi vitað um útgáfu slíkra „öryggisvottorða“ en segist bundinn þagnarskyldu um aðferðirnar sem notaðar til að kanna hvort þeim er treystandi til að fá „öryggisvottorð“ svo þeir geti starfað hjá eða með NATO. Vitnað er til bréfs hans frá 26. okt. sl. til Valgerðar Sverrisdóttur, núverandi utanríkisráðherra, þar sem hann segir m.a.: „Ef ég á við skýrslutöku að upplýsa frekar en þegar hefur verið gert ... þarf ég að geta fjallað með heildstæðum og ítarlegum hætti um atriði er varða öryggismál ráðuneytisins og annað sem er til þess fallið að varpa ljósi á heildarsamhengi eftirlits með þeim mönnum sem fóru á þeim tíma með mál er varða öryggismál ríkisins og þá sérstaklega þá verkferla sem liggja að baki útgáfu öryggisvottorða á hæsta stigi, jafnt hér á landi og í öðrum löndum.“ Ofangreind frétt vekur ýmsar spurningar: 1. Hverjum hefur löggjafinn falið úrskurðarvald til að flokka Íslendinga í áreiðanleikastig í þágu NATO? 2. Er pólitísk afstaða manna ein af forsendum fyrir því að menn fá eða fá ekki „öryggisvottorð“ á ýmsu stigi? 3. Hvers konar trúnaðareið verða þeir sem fá „öryggisvottorð“ í þágu NATO að gangast undir? Verður þeim refsað ef þeir greina frá aðild NATO að brotum á þjóðarétti? Er þeim skylt að ljúga að almenningi ef þess er krafist af bandalaginu? Er þeim skylt að hlýða skipunum NATO, þótt slíkt kynni að stangast á við lýðræðislegar eða embættisskyldur þeirra gagnvart Íslendingum? Hver er hæfur til að dæma hvort tiltekin þjónusta Íslendings við NATO flokkist undir landráð? Þessar spurningar vakna m.a. vegna ákvörðunar NATO-ráðsins um að styðja loftárásir Bandaríkjanna á Afganistan árið 2001, en í þeim dóu a.m.k. 3500 manns. Utanríkisráðuneytið tilkynnti undirrituðum að forsendurnar fyrir þessari ákvörðun væru „trúnaðarmál“ NATO sem íslenskir borgarar fengju ekki að kynna sér. Margt bendir til þess að þessar forsendur hafi verið upplognar eða með öllu ófullnægjandi. Eru íslenskir embættismenn tilbúnir að axla þá ábyrgð sem af því leiðir að styðja leynilegar, ólögmætar og saknæmar aðgerðir á alþjóðavettvangi án umboðs löggjafarvaldsins? Er þjóðin sátt við það að landsmenn verði flokkaðir eftir leynilegum aðferðum um áreiðanleika sinn til að stunda brot á alþjóðarétti í þágu NATO og Bandaríkjanna? 7. nóv. 2006 Elías Davíðsson

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …