BREYTA

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á eftir: Kæru félagar, Yfirleitt er ánægjulegt að fara í gönguferðir um miðbæjarsvæðið á blíðviðrisdögum. Það þarf þó sérdeilis mikla Pollýönnu-lund til þess að finna eitthvað við tilefni gönguferðar okkar í dag sem talist getur gleðiefni. Enn einu sinni eru haldnar hér heræfingar, æfingar sem klæddar eru í fallegan búning með fagurgala um það að við séum að „sýna hæfni okkar til að vinna saman“ eins og haft er eftir Thomas F. Hall aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Fréttablaðinu í dag. Enn einu sinni er orðskrúð og áhersla á tæknileg útfærsluatriði notuð til að drepa umræðunni á dreyf. Fjöldi þyrlna og orustuþotna sem taka þátt í darraðadansinum eru tíunduð, sem og það hvernig loftbardagar – án byssuskota! – verða sviðsettir. Allri umræðu er vísvitandi haldið á tæknilegum nótum en það að einskorða alla umfjöllun við tæknileg atriði og framkvæmd á tæknilegum hlutum losar einmitt ráðamenn að miklum hluta undan því að fjalla um þær beinu afleiðingar sem stríð og hernaður – sem eru einmitt þættir nátengdir heræfingum – hafa í för með sér. Eins og það að fólk sé drepið, heimili lögð í rúst og stoðkerfi samfélaga brotin niður. Á þetta höfum við friðarsinnar bent áratugum saman – en alltaf skulu fylgismenn hernaðarhyggjunnar vera samir við sig og halda umræðunni fjarri hinum raunverulegu afleiðingum vígbúnaðarins . Nú sem endranær mótmælum við þessu vopnabrölti og minnum á það að aðrar og heilbrigðari leiðir eru færar í alþjóðasamvinnu en þær að æfa um leið manndráp og limlestingar. Ef ráðamenn skortir hugmyndir um það hvernig best sé að bera að sig að í slíkum samskiptum erum við boðin og búin til ráðlegginga. Kære amerikanske, nordiske og baltiske gæster. Vi Islendinger har lenge sagt med stolt at vi er en nation uden militær. Det beder vi jer om at respektere og holde jeres våben borte fra os. Vi vil gjerne arbejde sammen med jer, men kun i civile omgivelser og uden at træne på samme gang drab og vold mod andre mennesker. Hvis I ikke kan finde ud af det må vi venligst bede jer om at holde jer væk.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …