BREYTA

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á eftir: Kæru félagar, Yfirleitt er ánægjulegt að fara í gönguferðir um miðbæjarsvæðið á blíðviðrisdögum. Það þarf þó sérdeilis mikla Pollýönnu-lund til þess að finna eitthvað við tilefni gönguferðar okkar í dag sem talist getur gleðiefni. Enn einu sinni eru haldnar hér heræfingar, æfingar sem klæddar eru í fallegan búning með fagurgala um það að við séum að „sýna hæfni okkar til að vinna saman“ eins og haft er eftir Thomas F. Hall aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Fréttablaðinu í dag. Enn einu sinni er orðskrúð og áhersla á tæknileg útfærsluatriði notuð til að drepa umræðunni á dreyf. Fjöldi þyrlna og orustuþotna sem taka þátt í darraðadansinum eru tíunduð, sem og það hvernig loftbardagar – án byssuskota! – verða sviðsettir. Allri umræðu er vísvitandi haldið á tæknilegum nótum en það að einskorða alla umfjöllun við tæknileg atriði og framkvæmd á tæknilegum hlutum losar einmitt ráðamenn að miklum hluta undan því að fjalla um þær beinu afleiðingar sem stríð og hernaður – sem eru einmitt þættir nátengdir heræfingum – hafa í för með sér. Eins og það að fólk sé drepið, heimili lögð í rúst og stoðkerfi samfélaga brotin niður. Á þetta höfum við friðarsinnar bent áratugum saman – en alltaf skulu fylgismenn hernaðarhyggjunnar vera samir við sig og halda umræðunni fjarri hinum raunverulegu afleiðingum vígbúnaðarins . Nú sem endranær mótmælum við þessu vopnabrölti og minnum á það að aðrar og heilbrigðari leiðir eru færar í alþjóðasamvinnu en þær að æfa um leið manndráp og limlestingar. Ef ráðamenn skortir hugmyndir um það hvernig best sé að bera að sig að í slíkum samskiptum erum við boðin og búin til ráðlegginga. Kære amerikanske, nordiske og baltiske gæster. Vi Islendinger har lenge sagt med stolt at vi er en nation uden militær. Det beder vi jer om at respektere og holde jeres våben borte fra os. Vi vil gjerne arbejde sammen med jer, men kun i civile omgivelser og uden at træne på samme gang drab og vold mod andre mennesker. Hvis I ikke kan finde ud af det må vi venligst bede jer om at holde jer væk.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …