BREYTA

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

kana300706 Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður bréf Valgerðar Sverrisdóttur til utanríkisráðherra Ísraels frá 28. júlí. Þess má geta að þingflokkur Vinstrigrænna hefur farið fram á fund í utanríkismálanefnd og verður hann haldinn á morgun, 2. ágúst. Ríkisstjórn Íslands hefur sent utanríkisráðherra Ísraels bréf þar sem Ísraelsstjórn er hvött til að „leita leiða“ til að láta af árásum í Líbanon þegar í stað. Í mörgum fjölmiðlum hefur verið vísað í bréfið á þann hátt að það sé mjög harðort og í fréttum Sjónvarps sl. föstudag sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að ef til vill væri nokkuð „langt gengið“ með þessu bréfi. Ekki veit ég í hvaða heimi ríkisstjórn Íslands lifir og þar með talinn utanríkisráðherrann. Ísraelsstjórn hefur stundað stórfelld mannréttindabrot um áratugaskeið, haldið heilli þjóð hernuminni og umlukið hana kynþáttamúrum, brotið gegn ákvæðum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna, margoft ráðist inn í grannríkin, nú síðast í Líbanon með þeim afleiðingum að ein milljón manna er komin á vergang, mörg hundruð manns, flestir óbreyttir borgarar drepnir, sjúkrahús, samgöngumannvirki, vatnsveitur og skólar jafnaðir við jörðu, samdóma álit að með þessu séu framdir stórfelldir stríðsglæpir; allt þetta og ríkisstjórn Íslands vill að Ísraelar "leiti leiða" til að stöðva stríðsglæpina og telur að þar með gangi hún hugsanlega of langt! Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: „Réttur“ Ísraels til að verja sig. Þessi „réttur“ er rækilega tíundaður í hinu „harðorða“ bréfi. Hvergi er minnst á „rétt“ Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðislega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að „aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila“, eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið „harðorða“ var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa gengið of langt með bréfi sínu til ísraelskra stjórnvalda. Ríkisstjórnin mætti hins vegar ganga lengra og sýna í verki vilja Íslands til að koma þegar í stað á vopnahléi. Í nýlegri samþykkt þingflokks VG er hvatt til þess, að með hliðsjón af ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 377, verði óskað eftir því að Allsherjarþing SÞ verði kvatt saman til að setja fram kröfu um tafarlaust vopnahlé. Ályktun 377 á rúmlega hálfrar aldar sögu og er upphaflega runnin undan rifjum Bandaríkjamanna um miðja síðustu öld, til þess að komast fram hjá neitunarvaldi Sovétmanna í Öryggisráði SÞ. Ákvæðinu hefur verið beitt nokkrum sinnum, en frægast varð þegar Bandaríkjastjórn hafði forgöngu um að kalla Allsherjarþingið saman árið 1956 eftir að Bretar og Frakkar höfðu beitt neitunarvaldi í Suez-stríðinu. Þá samþykkti Allsherjarþingið kröfu á hendur innrásarherjum Breta, Frakka og Ísraela um tafarlausan brottflutning innrásarherja þeirra frá Egyptalandi. Þessi samþykkt myndaði svo mikinn þrýsting alþjóðlega og heima fyrir að innrásarherirnir höfðu sig á brott. Það er á valdi allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að óska eftir því að Allsherjarþingið komi saman á grundvelli ályktunar 377. Ríkisstjórn Íslands á að gera þetta. Þá mun enginn velkjast í vafa um að alvara er á bak við kröfuna um tafarlaust vopnahlé og stöðvun stríðsglæpanna í Líbanon og Palestínu. Sjá fleiri greinar á ogmundur.is Mynd: Frá fjöldamorðunum í Kana 30. júlí 2006 http://72.232.207.82/~lebanon/

Færslur

SHA_forsida_top

Magnaður matseðill

Magnaður matseðill

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu vormisseri verður haldinn nk. föstudagskvöld, 28. maí. Kokkaþríeykið Jón …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

INSHALLAH - HEIMILDAKVIKMYND EFTIR MAURICE JACOBSEN Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman vi! hernám, umsátur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Föstudagskvöldið 29. apríl verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi verður yfirkokkur og verður …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 14. apríl komu þrjú þýsk herskip til hafnar í Reykjavík. Brandenburg …

SHA_forsida_top

Líbýustríði mótmælt

Líbýustríði mótmælt

Óformlegur hópur fólks sem andæft hefur stríðinu í Líbýu og þátttöku Nató í því boðar …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Fundað í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) boðar til fundar í Friðarhúsi föstudaginn 8. apríl kl. 20 …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fréttir af því að hingað komi til lands kanadískar …

SHA_forsida_top

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

Kynningarfundur um mál fimmenninganna verður í sal MÍR, Hverfisgötu 105, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. …

SHA_forsida_top

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. mars. Kokkar kvöldsins verða Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa þungum áhyggjum af hernaði og ofbeldisverkum í Miðausturlöndum liðinna daga. Í Jemen …

SHA_forsida_top

Hvað er málið með Líbýu?

Hvað er málið með Líbýu?

Þrátt fyrir margra vikna átök í Líbýu, hefur lítið farið fyrir dýpri umfjöllun um bakgrunn …

SHA_forsida_top

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu …