BREYTA

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

kana300706 Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður bréf Valgerðar Sverrisdóttur til utanríkisráðherra Ísraels frá 28. júlí. Þess má geta að þingflokkur Vinstrigrænna hefur farið fram á fund í utanríkismálanefnd og verður hann haldinn á morgun, 2. ágúst. Ríkisstjórn Íslands hefur sent utanríkisráðherra Ísraels bréf þar sem Ísraelsstjórn er hvött til að „leita leiða“ til að láta af árásum í Líbanon þegar í stað. Í mörgum fjölmiðlum hefur verið vísað í bréfið á þann hátt að það sé mjög harðort og í fréttum Sjónvarps sl. föstudag sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að ef til vill væri nokkuð „langt gengið“ með þessu bréfi. Ekki veit ég í hvaða heimi ríkisstjórn Íslands lifir og þar með talinn utanríkisráðherrann. Ísraelsstjórn hefur stundað stórfelld mannréttindabrot um áratugaskeið, haldið heilli þjóð hernuminni og umlukið hana kynþáttamúrum, brotið gegn ákvæðum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna, margoft ráðist inn í grannríkin, nú síðast í Líbanon með þeim afleiðingum að ein milljón manna er komin á vergang, mörg hundruð manns, flestir óbreyttir borgarar drepnir, sjúkrahús, samgöngumannvirki, vatnsveitur og skólar jafnaðir við jörðu, samdóma álit að með þessu séu framdir stórfelldir stríðsglæpir; allt þetta og ríkisstjórn Íslands vill að Ísraelar "leiti leiða" til að stöðva stríðsglæpina og telur að þar með gangi hún hugsanlega of langt! Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: „Réttur“ Ísraels til að verja sig. Þessi „réttur“ er rækilega tíundaður í hinu „harðorða“ bréfi. Hvergi er minnst á „rétt“ Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðislega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að „aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila“, eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið „harðorða“ var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa gengið of langt með bréfi sínu til ísraelskra stjórnvalda. Ríkisstjórnin mætti hins vegar ganga lengra og sýna í verki vilja Íslands til að koma þegar í stað á vopnahléi. Í nýlegri samþykkt þingflokks VG er hvatt til þess, að með hliðsjón af ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 377, verði óskað eftir því að Allsherjarþing SÞ verði kvatt saman til að setja fram kröfu um tafarlaust vopnahlé. Ályktun 377 á rúmlega hálfrar aldar sögu og er upphaflega runnin undan rifjum Bandaríkjamanna um miðja síðustu öld, til þess að komast fram hjá neitunarvaldi Sovétmanna í Öryggisráði SÞ. Ákvæðinu hefur verið beitt nokkrum sinnum, en frægast varð þegar Bandaríkjastjórn hafði forgöngu um að kalla Allsherjarþingið saman árið 1956 eftir að Bretar og Frakkar höfðu beitt neitunarvaldi í Suez-stríðinu. Þá samþykkti Allsherjarþingið kröfu á hendur innrásarherjum Breta, Frakka og Ísraela um tafarlausan brottflutning innrásarherja þeirra frá Egyptalandi. Þessi samþykkt myndaði svo mikinn þrýsting alþjóðlega og heima fyrir að innrásarherirnir höfðu sig á brott. Það er á valdi allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að óska eftir því að Allsherjarþingið komi saman á grundvelli ályktunar 377. Ríkisstjórn Íslands á að gera þetta. Þá mun enginn velkjast í vafa um að alvara er á bak við kröfuna um tafarlaust vopnahlé og stöðvun stríðsglæpanna í Líbanon og Palestínu. Sjá fleiri greinar á ogmundur.is Mynd: Frá fjöldamorðunum í Kana 30. júlí 2006 http://72.232.207.82/~lebanon/

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …