BREYTA

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. 11 í morgun til að lýsa fordæmingu sinni á glæpaverkum ríkisstjórnarinnar og hersins í Ísrael. Tilefnið var að von var á sendiherra Ísraels, sem hefur aðsetur í Osló. Félagið Ísland-Palestína hafði haft spurnir af að von væri á sendiherranum, en hafði þær upplýsingar að heimsóknin í utanríkisráðuneytið yrði á morgun, miðvikudag. Það var ekki fyrr en um kl. 7 í gærkvöldi, mánudag, að í ljós kom að sendiherrann kæmi í ráðuneytið um kl. 11 á þriðjudagsmorgni. Þá var farið að senda út boð um mótmælastöðu með símhringingum, SMS-sendingum og tölvupósti. Má segja að mæting hafi verið allgóð með svona stuttum fyrirvara á tíma þegar flestir eru bundnir í vinnu eða skóla. Hópurinn beið komu sendiherrans utan við ráðuneytið, en upp úr kl. 11 bárust þær upplýsingar að sendiherrann hefði komið í ráðuneytið fyrr um morguninn og sæti nú á fundi með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Pelstína, flutti þá ávarp og las upp bréf sem ætlunin var að afhenda sendiherranum. Enn var beðið um stund, en þá bárust þær upplýsingar að sendiherrann væri farinn úr ráðuneytinu og hefðu verið laumað út um bakdyr. Það er að þekkt að sumir sem eru í vafasömum félagsskap eða stunda einhver myrkraverk hafi leynilega útgönguleið úr híbýlum sínum. Ýmsir vafasamir karakterar eiga erindi í utanríkisráðuneytið og því ekki ónýtt að hafa glæpamannaútgang í ráðuneytinu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni. Morgunblaðið segir svo frá að í bréfinu sé árás Ísraelshers á Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fordæmd. „Íslensk stjórnvöld fordæma þá árás en segjast viðurkenna rétt Ísraels til að verja sig líkt og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum.“ Sjá einnig: Vísir, NFS, RÚV

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …