BREYTA

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. 11 í morgun til að lýsa fordæmingu sinni á glæpaverkum ríkisstjórnarinnar og hersins í Ísrael. Tilefnið var að von var á sendiherra Ísraels, sem hefur aðsetur í Osló. Félagið Ísland-Palestína hafði haft spurnir af að von væri á sendiherranum, en hafði þær upplýsingar að heimsóknin í utanríkisráðuneytið yrði á morgun, miðvikudag. Það var ekki fyrr en um kl. 7 í gærkvöldi, mánudag, að í ljós kom að sendiherrann kæmi í ráðuneytið um kl. 11 á þriðjudagsmorgni. Þá var farið að senda út boð um mótmælastöðu með símhringingum, SMS-sendingum og tölvupósti. Má segja að mæting hafi verið allgóð með svona stuttum fyrirvara á tíma þegar flestir eru bundnir í vinnu eða skóla. Hópurinn beið komu sendiherrans utan við ráðuneytið, en upp úr kl. 11 bárust þær upplýsingar að sendiherrann hefði komið í ráðuneytið fyrr um morguninn og sæti nú á fundi með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Pelstína, flutti þá ávarp og las upp bréf sem ætlunin var að afhenda sendiherranum. Enn var beðið um stund, en þá bárust þær upplýsingar að sendiherrann væri farinn úr ráðuneytinu og hefðu verið laumað út um bakdyr. Það er að þekkt að sumir sem eru í vafasömum félagsskap eða stunda einhver myrkraverk hafi leynilega útgönguleið úr híbýlum sínum. Ýmsir vafasamir karakterar eiga erindi í utanríkisráðuneytið og því ekki ónýtt að hafa glæpamannaútgang í ráðuneytinu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni. Morgunblaðið segir svo frá að í bréfinu sé árás Ísraelshers á Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fordæmd. „Íslensk stjórnvöld fordæma þá árás en segjast viðurkenna rétt Ísraels til að verja sig líkt og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum.“ Sjá einnig: Vísir, NFS, RÚV

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …