BREYTA

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna við hana allt síðasta kjörtímabil. Nú loks hillir undir að stefnan berist Alþingi til samþykktar. Samtök hernaðarandstæðinga skiluðu umsögn um skýrsluna, þar sem harðlega var gagnrýnt hversu einarður stuðningur við Nató-aðild kemur fram í plagginu. Fulltrúar SHA gengu á fund utanríkismálanefndar og kynntu sjónarmið sín og hafa vonandi náð eyrum nefndarmanna nægilega vel. Umsögn SHA er á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga telja margt gott að finna í forsendum þjóðaröryggisstefnunnar, þ.e. að stefnan eigi að byggja á sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra, öryggi borgaranna, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu o.fl. Þetta eru flest allt falleg orð sem mætti nýta til að búa til heildstæða og fallega stefnu. Sérstaklega fagna samtökin því að stefnt sé að því að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir kjarnavopnum enda um baráttumál samtakanna að ræða svo áratugum skiptir. Brýnt er að enginn afsláttur verði veittur frá þessum friðlýsingarmarkmiðum við endanlega lagasetningu um málið. Það skýtur hins vegar óneitanlega skökku við að þessum markmiðum eigi að vera náð með áframhaldandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hernaðarbandalagið er þvert á móti einhver mesta ógnvaldur öryggis, friðar og fullveldis þjóða í veröldinni í dag. Árásastefna Bandaríkjanna og  NATO hefur unnið gegn öllum þeim fögru markmiðum sem sett eru til forsendu nýrrar þjóðaröryggisstefnu. Hernám Afganistan og Íraks og íhlutanir og loftárásir NATO í Líbíu og Sýrlandi hafa skapað jarðveginn fyrir borgarastríð og ógnaröld í þessum löndum sem hefur lagt þau meira og minna í rústir. NATO hefur gert stór svæði í þessum löndum óbyggileg til lengri tíma með loftárásum og notkun klasasprengna og annarra langdrepandi hertóla. Það vilja fáir né geta búið við stöðugt sprengjuregn í heimkynnum sínum og afleiðingin er því sú að fólk flýr þessi lönd í stórum stíl og tekur áhættu á Miðjarðarhafi til að komast til landa þar sem ekki geisa stríð. Samtök hernaðarandstæðinga telja Ísland ekki geta tekið þátt í bandalagi sem veldur fólki í öðrum löndum slíkum hörmungum. Í þjóðaröryggisstefnunni kemur fram að Ísland sé fámenn eyþjóð sem hvorki hafi vilja né burði til að ráða yfir her. Engu að síður er í stefnunni gert ráð fyrir áframhaldandi þátttöku okkar í árásabandalagi. Samtök hernaðarandstæðinga telja það hræsni að vilja engan her hafa og tala um frið á tyllidögum en standa á sama tíma að og styðja við félagsskap sem ítrekað beitir hervaldi gegn fjarlægum þjóðum í heimsvaldabrölti sínu. Samtök hernaðarandstæðinga ítreka þá afstöðu sína að Ísland skuli standa utan hernaðarbandalaga og beita sér fyrir friði um allan heim. Íhlutunarstefna NATO hefur aukið á óstöðugleika víða um heiminn og ein sorglegasta birtingarmyndin (fyrir utan dauða og limlestingar) er eins og áður segir mikill fjöldi flóttamanna sem hafa að engu að hverfa. Sem meðlimir í Atlantshafsbandalaginu bera Íslendingar þunga ábyrgð á flóttamannavanda samtímans. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína og styðji flóttafólk til betra lífs hvort sem það vill aðstoð erlendis eða hérlendis.

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.