BREYTA

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna við hana allt síðasta kjörtímabil. Nú loks hillir undir að stefnan berist Alþingi til samþykktar. Samtök hernaðarandstæðinga skiluðu umsögn um skýrsluna, þar sem harðlega var gagnrýnt hversu einarður stuðningur við Nató-aðild kemur fram í plagginu. Fulltrúar SHA gengu á fund utanríkismálanefndar og kynntu sjónarmið sín og hafa vonandi náð eyrum nefndarmanna nægilega vel. Umsögn SHA er á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga telja margt gott að finna í forsendum þjóðaröryggisstefnunnar, þ.e. að stefnan eigi að byggja á sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra, öryggi borgaranna, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu o.fl. Þetta eru flest allt falleg orð sem mætti nýta til að búa til heildstæða og fallega stefnu. Sérstaklega fagna samtökin því að stefnt sé að því að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir kjarnavopnum enda um baráttumál samtakanna að ræða svo áratugum skiptir. Brýnt er að enginn afsláttur verði veittur frá þessum friðlýsingarmarkmiðum við endanlega lagasetningu um málið. Það skýtur hins vegar óneitanlega skökku við að þessum markmiðum eigi að vera náð með áframhaldandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hernaðarbandalagið er þvert á móti einhver mesta ógnvaldur öryggis, friðar og fullveldis þjóða í veröldinni í dag. Árásastefna Bandaríkjanna og  NATO hefur unnið gegn öllum þeim fögru markmiðum sem sett eru til forsendu nýrrar þjóðaröryggisstefnu. Hernám Afganistan og Íraks og íhlutanir og loftárásir NATO í Líbíu og Sýrlandi hafa skapað jarðveginn fyrir borgarastríð og ógnaröld í þessum löndum sem hefur lagt þau meira og minna í rústir. NATO hefur gert stór svæði í þessum löndum óbyggileg til lengri tíma með loftárásum og notkun klasasprengna og annarra langdrepandi hertóla. Það vilja fáir né geta búið við stöðugt sprengjuregn í heimkynnum sínum og afleiðingin er því sú að fólk flýr þessi lönd í stórum stíl og tekur áhættu á Miðjarðarhafi til að komast til landa þar sem ekki geisa stríð. Samtök hernaðarandstæðinga telja Ísland ekki geta tekið þátt í bandalagi sem veldur fólki í öðrum löndum slíkum hörmungum. Í þjóðaröryggisstefnunni kemur fram að Ísland sé fámenn eyþjóð sem hvorki hafi vilja né burði til að ráða yfir her. Engu að síður er í stefnunni gert ráð fyrir áframhaldandi þátttöku okkar í árásabandalagi. Samtök hernaðarandstæðinga telja það hræsni að vilja engan her hafa og tala um frið á tyllidögum en standa á sama tíma að og styðja við félagsskap sem ítrekað beitir hervaldi gegn fjarlægum þjóðum í heimsvaldabrölti sínu. Samtök hernaðarandstæðinga ítreka þá afstöðu sína að Ísland skuli standa utan hernaðarbandalaga og beita sér fyrir friði um allan heim. Íhlutunarstefna NATO hefur aukið á óstöðugleika víða um heiminn og ein sorglegasta birtingarmyndin (fyrir utan dauða og limlestingar) er eins og áður segir mikill fjöldi flóttamanna sem hafa að engu að hverfa. Sem meðlimir í Atlantshafsbandalaginu bera Íslendingar þunga ábyrgð á flóttamannavanda samtímans. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína og styðji flóttafólk til betra lífs hvort sem það vill aðstoð erlendis eða hérlendis.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …