BREYTA

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna við hana allt síðasta kjörtímabil. Nú loks hillir undir að stefnan berist Alþingi til samþykktar. Samtök hernaðarandstæðinga skiluðu umsögn um skýrsluna, þar sem harðlega var gagnrýnt hversu einarður stuðningur við Nató-aðild kemur fram í plagginu. Fulltrúar SHA gengu á fund utanríkismálanefndar og kynntu sjónarmið sín og hafa vonandi náð eyrum nefndarmanna nægilega vel. Umsögn SHA er á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga telja margt gott að finna í forsendum þjóðaröryggisstefnunnar, þ.e. að stefnan eigi að byggja á sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra, öryggi borgaranna, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu o.fl. Þetta eru flest allt falleg orð sem mætti nýta til að búa til heildstæða og fallega stefnu. Sérstaklega fagna samtökin því að stefnt sé að því að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir kjarnavopnum enda um baráttumál samtakanna að ræða svo áratugum skiptir. Brýnt er að enginn afsláttur verði veittur frá þessum friðlýsingarmarkmiðum við endanlega lagasetningu um málið. Það skýtur hins vegar óneitanlega skökku við að þessum markmiðum eigi að vera náð með áframhaldandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hernaðarbandalagið er þvert á móti einhver mesta ógnvaldur öryggis, friðar og fullveldis þjóða í veröldinni í dag. Árásastefna Bandaríkjanna og  NATO hefur unnið gegn öllum þeim fögru markmiðum sem sett eru til forsendu nýrrar þjóðaröryggisstefnu. Hernám Afganistan og Íraks og íhlutanir og loftárásir NATO í Líbíu og Sýrlandi hafa skapað jarðveginn fyrir borgarastríð og ógnaröld í þessum löndum sem hefur lagt þau meira og minna í rústir. NATO hefur gert stór svæði í þessum löndum óbyggileg til lengri tíma með loftárásum og notkun klasasprengna og annarra langdrepandi hertóla. Það vilja fáir né geta búið við stöðugt sprengjuregn í heimkynnum sínum og afleiðingin er því sú að fólk flýr þessi lönd í stórum stíl og tekur áhættu á Miðjarðarhafi til að komast til landa þar sem ekki geisa stríð. Samtök hernaðarandstæðinga telja Ísland ekki geta tekið þátt í bandalagi sem veldur fólki í öðrum löndum slíkum hörmungum. Í þjóðaröryggisstefnunni kemur fram að Ísland sé fámenn eyþjóð sem hvorki hafi vilja né burði til að ráða yfir her. Engu að síður er í stefnunni gert ráð fyrir áframhaldandi þátttöku okkar í árásabandalagi. Samtök hernaðarandstæðinga telja það hræsni að vilja engan her hafa og tala um frið á tyllidögum en standa á sama tíma að og styðja við félagsskap sem ítrekað beitir hervaldi gegn fjarlægum þjóðum í heimsvaldabrölti sínu. Samtök hernaðarandstæðinga ítreka þá afstöðu sína að Ísland skuli standa utan hernaðarbandalaga og beita sér fyrir friði um allan heim. Íhlutunarstefna NATO hefur aukið á óstöðugleika víða um heiminn og ein sorglegasta birtingarmyndin (fyrir utan dauða og limlestingar) er eins og áður segir mikill fjöldi flóttamanna sem hafa að engu að hverfa. Sem meðlimir í Atlantshafsbandalaginu bera Íslendingar þunga ábyrgð á flóttamannavanda samtímans. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína og styðji flóttafólk til betra lífs hvort sem það vill aðstoð erlendis eða hérlendis.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …