BREYTA

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna við hana allt síðasta kjörtímabil. Nú loks hillir undir að stefnan berist Alþingi til samþykktar. Samtök hernaðarandstæðinga skiluðu umsögn um skýrsluna, þar sem harðlega var gagnrýnt hversu einarður stuðningur við Nató-aðild kemur fram í plagginu. Fulltrúar SHA gengu á fund utanríkismálanefndar og kynntu sjónarmið sín og hafa vonandi náð eyrum nefndarmanna nægilega vel. Umsögn SHA er á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga telja margt gott að finna í forsendum þjóðaröryggisstefnunnar, þ.e. að stefnan eigi að byggja á sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra, öryggi borgaranna, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu o.fl. Þetta eru flest allt falleg orð sem mætti nýta til að búa til heildstæða og fallega stefnu. Sérstaklega fagna samtökin því að stefnt sé að því að Ísland og íslensk landhelgi verði friðlýst fyrir kjarnavopnum enda um baráttumál samtakanna að ræða svo áratugum skiptir. Brýnt er að enginn afsláttur verði veittur frá þessum friðlýsingarmarkmiðum við endanlega lagasetningu um málið. Það skýtur hins vegar óneitanlega skökku við að þessum markmiðum eigi að vera náð með áframhaldandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hernaðarbandalagið er þvert á móti einhver mesta ógnvaldur öryggis, friðar og fullveldis þjóða í veröldinni í dag. Árásastefna Bandaríkjanna og  NATO hefur unnið gegn öllum þeim fögru markmiðum sem sett eru til forsendu nýrrar þjóðaröryggisstefnu. Hernám Afganistan og Íraks og íhlutanir og loftárásir NATO í Líbíu og Sýrlandi hafa skapað jarðveginn fyrir borgarastríð og ógnaröld í þessum löndum sem hefur lagt þau meira og minna í rústir. NATO hefur gert stór svæði í þessum löndum óbyggileg til lengri tíma með loftárásum og notkun klasasprengna og annarra langdrepandi hertóla. Það vilja fáir né geta búið við stöðugt sprengjuregn í heimkynnum sínum og afleiðingin er því sú að fólk flýr þessi lönd í stórum stíl og tekur áhættu á Miðjarðarhafi til að komast til landa þar sem ekki geisa stríð. Samtök hernaðarandstæðinga telja Ísland ekki geta tekið þátt í bandalagi sem veldur fólki í öðrum löndum slíkum hörmungum. Í þjóðaröryggisstefnunni kemur fram að Ísland sé fámenn eyþjóð sem hvorki hafi vilja né burði til að ráða yfir her. Engu að síður er í stefnunni gert ráð fyrir áframhaldandi þátttöku okkar í árásabandalagi. Samtök hernaðarandstæðinga telja það hræsni að vilja engan her hafa og tala um frið á tyllidögum en standa á sama tíma að og styðja við félagsskap sem ítrekað beitir hervaldi gegn fjarlægum þjóðum í heimsvaldabrölti sínu. Samtök hernaðarandstæðinga ítreka þá afstöðu sína að Ísland skuli standa utan hernaðarbandalaga og beita sér fyrir friði um allan heim. Íhlutunarstefna NATO hefur aukið á óstöðugleika víða um heiminn og ein sorglegasta birtingarmyndin (fyrir utan dauða og limlestingar) er eins og áður segir mikill fjöldi flóttamanna sem hafa að engu að hverfa. Sem meðlimir í Atlantshafsbandalaginu bera Íslendingar þunga ábyrgð á flóttamannavanda samtímans. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína og styðji flóttafólk til betra lífs hvort sem það vill aðstoð erlendis eða hérlendis.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.