BREYTA

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

wsf 2007 2 Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var haldið í Nairobi í Kenía 20.-25. janúar 2007. Fyrsta þingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001 og þar var það haldið aftur næstu tvö árin. Mikil áhersla hefur verið lögð á að halda þingið í Rómönsku-Ameríku, Afríku eða Asíu frekar en Evrópu eða Norður-Ameríku til að auka hlut hinna fátækari þjóða. Þingið varð strax mjög fjölsótt og þó margfaldaðist fjöldinn sem sótti það annað og þriðja árið og fór þá hátt í 100 þúsund manns. Það er auðvitað gríðarlega stórt verkefni að skipuleggja svona þing og Porto Alegre var valin sem fundarstaður fyrstu árin vegna velvilja borgaryfirvalda þar, enda hafa fæst þeirra ótal samtaka sem að þessu koma úr miklu sjóðum að ausa. En það stóð alltaf til að halda þingið í annarri heimsálfu og 2004 var því valin staður í Mumbai (áður Bombay) á Indlandi. Þar voru borgaryfirvöld reyndar ekki eins hagstæð og í Porto Alegre en hins vegar eru öflug samtök og hreyfingar á Indlandi sem gátu tekið verkefnið að sér í samvinnu við hina alþjóðlegu verkefnisstjórn. Þingið á Indlandi tókst vel og enn sóttu þingið hátt í 100 þúsund manns. Næsta ár, 2005, var þingið aftur flutt til Porto Alegre og var nú fjölmennara en nokkru sinni fyrr, skráðir þátttakendur voru 155 þúsund manns. En draumurinn var að halda þingið í Afríku þar sem brýn þörf var á að styrkja hinar félagslegu hreyfingar sem á undanförnum áratug hafa verið miklu sterkari í Asíu og Rómönsku-Ameríku auk Evrópu og Norður-Ameríku. Til að létta aðeins á var nú ákveðið að hafa þingið á þremur stöðum í þremur heimsálfum, í Caracas í Venesúela, Karachi í Pakistan og Bamako í Malí. Fulltrúar frá Íslandi voru í Caracas og Bamako eins og sagt var frá hér á Friðarvefnum í fyrra. Þessir fundir tókust með ágætum og með reynsluna frá Bamako ákveðið var að halda þingið á einum stað í Afríku árið 2007, í Nairobi í Kenýa. Um 80 þúsund manns voru við opnun þingsins 20. janúar og tugir þúsunda tóku þátt í meira en eitt þúsund fundum og öðrum samkomum sem haldnir voru á þinginu. Nánari upplýsingar má fá í WSF-útgáfu Terraviva. Terraviva er sérstök útgáfa Inter Press Service til að fjalla um atburði eins og WSF eða hinar stóru ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig heimasíðu WSF og vefsíðu WSF 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …