BREYTA

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

wsf 2007 2 Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var haldið í Nairobi í Kenía 20.-25. janúar 2007. Fyrsta þingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001 og þar var það haldið aftur næstu tvö árin. Mikil áhersla hefur verið lögð á að halda þingið í Rómönsku-Ameríku, Afríku eða Asíu frekar en Evrópu eða Norður-Ameríku til að auka hlut hinna fátækari þjóða. Þingið varð strax mjög fjölsótt og þó margfaldaðist fjöldinn sem sótti það annað og þriðja árið og fór þá hátt í 100 þúsund manns. Það er auðvitað gríðarlega stórt verkefni að skipuleggja svona þing og Porto Alegre var valin sem fundarstaður fyrstu árin vegna velvilja borgaryfirvalda þar, enda hafa fæst þeirra ótal samtaka sem að þessu koma úr miklu sjóðum að ausa. En það stóð alltaf til að halda þingið í annarri heimsálfu og 2004 var því valin staður í Mumbai (áður Bombay) á Indlandi. Þar voru borgaryfirvöld reyndar ekki eins hagstæð og í Porto Alegre en hins vegar eru öflug samtök og hreyfingar á Indlandi sem gátu tekið verkefnið að sér í samvinnu við hina alþjóðlegu verkefnisstjórn. Þingið á Indlandi tókst vel og enn sóttu þingið hátt í 100 þúsund manns. Næsta ár, 2005, var þingið aftur flutt til Porto Alegre og var nú fjölmennara en nokkru sinni fyrr, skráðir þátttakendur voru 155 þúsund manns. En draumurinn var að halda þingið í Afríku þar sem brýn þörf var á að styrkja hinar félagslegu hreyfingar sem á undanförnum áratug hafa verið miklu sterkari í Asíu og Rómönsku-Ameríku auk Evrópu og Norður-Ameríku. Til að létta aðeins á var nú ákveðið að hafa þingið á þremur stöðum í þremur heimsálfum, í Caracas í Venesúela, Karachi í Pakistan og Bamako í Malí. Fulltrúar frá Íslandi voru í Caracas og Bamako eins og sagt var frá hér á Friðarvefnum í fyrra. Þessir fundir tókust með ágætum og með reynsluna frá Bamako ákveðið var að halda þingið á einum stað í Afríku árið 2007, í Nairobi í Kenýa. Um 80 þúsund manns voru við opnun þingsins 20. janúar og tugir þúsunda tóku þátt í meira en eitt þúsund fundum og öðrum samkomum sem haldnir voru á þinginu. Nánari upplýsingar má fá í WSF-útgáfu Terraviva. Terraviva er sérstök útgáfa Inter Press Service til að fjalla um atburði eins og WSF eða hinar stóru ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig heimasíðu WSF og vefsíðu WSF 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …