BREYTA

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo hjartnæm og bera vott um slíka tryggð að við megum til að birta þau hér á Friðarvefnum um leið og við óskum Staksteinum langra lífdaga og að þeir megi skemmta okkur áfram. Þó má segja að um ofrausn sé að ræða þar eð samtökin eru í fullu fjöri og hafa því miður meira en nóg að gera. Rétt er að leiðrétta það að í nafni samtakanna er orðið herstöðvar í fleirtölu. Enn er ofgnótt herstöðva á vegum Bandaríkjanna víðsvegar um heim. Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga Hlutverki Samtaka herstöðvaandstæðinga er lokið. Því lauk í fyrradag. Það var markmið Samtaka herstöðvaandstæðinga að koma bandaríska varnarliðinu úr landi. Til þess að ná því marki gengu herstöðvaandstæðingar frá Keflavík. Þeir gengu í þágu kommúnismans, sem hrundi með Berlínarmúrnum. Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun. Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17. júní 1953. Þeir gengu í þágu þeirra, sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem kæfðu Vorið í Prag í fæðingu. Þeir gengu í þágu þeirra, sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af manna völdum. Þetta voru hugsjónir herstöðvaandstæðinga. Svona þjóðfélag vildu þeir skapa á Íslandi. Þeir vildu koma Íslandi undir hæl kommúnismans. Minning Samtaka herstöðvaandstæðinga verður ekki í heiðri höfð. Bandaríska varnarliðið var á Íslandi í 55 ár. Það fór að eigin ósk.

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …