BREYTA

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo hjartnæm og bera vott um slíka tryggð að við megum til að birta þau hér á Friðarvefnum um leið og við óskum Staksteinum langra lífdaga og að þeir megi skemmta okkur áfram. Þó má segja að um ofrausn sé að ræða þar eð samtökin eru í fullu fjöri og hafa því miður meira en nóg að gera. Rétt er að leiðrétta það að í nafni samtakanna er orðið herstöðvar í fleirtölu. Enn er ofgnótt herstöðva á vegum Bandaríkjanna víðsvegar um heim. Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga Hlutverki Samtaka herstöðvaandstæðinga er lokið. Því lauk í fyrradag. Það var markmið Samtaka herstöðvaandstæðinga að koma bandaríska varnarliðinu úr landi. Til þess að ná því marki gengu herstöðvaandstæðingar frá Keflavík. Þeir gengu í þágu kommúnismans, sem hrundi með Berlínarmúrnum. Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun. Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17. júní 1953. Þeir gengu í þágu þeirra, sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem kæfðu Vorið í Prag í fæðingu. Þeir gengu í þágu þeirra, sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af manna völdum. Þetta voru hugsjónir herstöðvaandstæðinga. Svona þjóðfélag vildu þeir skapa á Íslandi. Þeir vildu koma Íslandi undir hæl kommúnismans. Minning Samtaka herstöðvaandstæðinga verður ekki í heiðri höfð. Bandaríska varnarliðið var á Íslandi í 55 ár. Það fór að eigin ósk.

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi miðvikudaginn 24. nóvember. Útbýting fundargagna hefst kl. 17:30 …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt …

SHA_forsida_top

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Jólahlaðborð Friðarhúss SHA. Verð kr. 2.000.

SHA_forsida_top

Hátíðarmatseðillinn

Hátíðarmatseðillinn

Hið víðfræga jólahlaðborð Friðarhúss verður haldið föstududagskvöldið 26. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 18:30 …

SHA_forsida_top

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Á liðnum árum hafa SHA reglulega staðið fyrir sérstökum kynningar- og skemmtikvöldum fyrir yngri félagsmenn …

SHA_forsida_top

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss kl. 19

SHA_forsida_top

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK heldur opinn félagsfund mánudaginn 8. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi v/Snorrabraut. Margrét Guðnadóttir, læknir, …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Ákveðið hefur verið að landsráðstefna SHA fari fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember n.k. í Friðarhúsi frá …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn …

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss